Viljum vinna titla fyrir Blika

Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er fátt betra en að spyrna sér frá FH og vinna þá með góðum leik,“ sagði kampa­kát­ur Gísli Eyj­ólfs­son, leikmaður Breiðabliks, í spjalli við mbl.is eft­ir 4:1-sig­ur á FH í 13. um­ferð Pepsi-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu.

Blik­um hef­ur gengið mis­vel að skora í leikj­um sín­um í sum­ar og var Gísli sjálf­ur ekki bú­inn að skora í um sex vik­ur eft­ir fjög­ur mörk í fyrstu leikj­um móts­ins. Hann skoraði þó eitt í dag og kom að sögu í tveim­ur öðrum er Blikar léku á als oddi gegn lán­lausu liði FH. 

„Við höf­um verið óheppn­ir og ekki nýtt fær­in en höf­um spilað vel án þess að það hafi verið að detta með okk­ur. En við kannski svöruðum þess­ari gagn­rýni aðeins í dag og sett­um fjög­ur mörk, það var virki­lega sætt.“

Thom­as Mikk­el­sen er nú bú­inn að skora í báðum leikj­um sín­um fyr­ir Breiðablik eft­ir að hann fékk leik­heim­ild á dög­un­um og seg­ir Gísli von­andi að Dan­inn haldi því áfram.

„Hann er bú­inn að koma vel inn í þetta. Ég hef ekki al­veg átta mig á því hversu góður hann er en von­andi held­ur hann bara þessu áfram.“

Að lok­um seg­ir Gísli liðið klár­lega stefna á topp­inn en Blikar eru nú í 3. sæti deild­ar­inn­ar með 25 stig, þrem­ur stig­um frá toppliði Vals.

„Það er hund­leiðin­legt að vera ekki að berj­ast um eitt­hvað. Það er auðvitað gamla góða klisj­an að fara bara í hvern leik til að vinna en við vilj­um vinna eitt­hvað fyr­ir Blika, það er al­veg hundrað pró­sent.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland 0:0 Noregur
04.04 18:00 Sviss 0:2 Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert