Hildur í Breiðablik á nýjan leik

Hildur Antonsdóttir er kominn til Breiðabliks á nýjan leik.
Hildur Antonsdóttir er kominn til Breiðabliks á nýjan leik. Ljósmynd/Kjartan Þorbjörnsson

Knattspyrnukonan Hildur Antonsdóttir er komin með leikheimild hjá Breiðabliki eftir að hafa verið að láni hjá HK/Víkingi að undanförnu. Hún lék tvo leiki með Breiðabliki í sumar áður en hún fór til HK/Víkings.

Nú er hún komin til Breiðabliks á ný, þar sem hún verður út tímabilið. Hildur lék átta leiki með HK/Víkingi í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim fimm mörk og lék afar vel. Hún á alls 113 leiki í efstu deild og í þeim hefur hún skoraði 18 mörk. 

Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Esther Rós Arnarsdóttir, Fanney Einarsdóttir, Guðrún Gyða Haralz og Selma Sól Magnúsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru allar á leiðinni út í nám og missa því af síðari hluta sumarsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert