Þetta var ekki leikrit

Kári Árnason
Kári Árnason mbl.isEggert Jóhannesson

Kári Árnason mun ekki leika með Víkingi úr Reykjavík síðari hluta sumars eins og stóð til, þar sem hann er á leiðinni til Tyrklands.

Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Kári að hann væri á leiðinni út í læknisskoðun í vikunni en hann mátti ekki tjá sig um hvaða félag væri um að ræða. Kári var í landsliðshópi Íslands á HM í knattspyrnu í Rússlandi og á meðan á mótinu stóð var hann orðaður við Erzurum BB, sem er nýliði í efstu deild Tyrklands. Hann segist hins vegar aldrei hafa heyrt í Erzurum og að málin séu algjörlega ótengd. „Ég hef ekkert heyrt í því félagi og það er allt hið furðulegasta mál.“

Sjá viðtalið við Kára í heild í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert