Fylkir stefnir á Valsleikinn í Lautinni

Fylkir spilar næsta heimaleik í Árbænum.
Fylkir spilar næsta heimaleik í Árbænum. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Fylkis stefnir að því að næsti heimaleikur liðsins gegn Val í Pepsi-deildinni, 30. júlí næstkomandi, verði spilaður á heimavelli félagsins í Lautinni í Árbænum en þetta staðfesti Hörður Guðjónsson, framkvæmdastjóri félagsins, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Framkvæmdir eru í fullum gangi og þetta gengur mjög vel þessa stundina. Við byrjum að leggja grasmottuna á morgun (í dag) og það ætti að taka nokkra daga. Leikurinn gegn Val er settur á Fylkisvöll og stefnan er sett á að sá leikur verði spilaður í Lautinni. Það gæti hins vegar farið svo að honum yrði frestað eða að hann yrði færður annað en við bindum vonir við það að völlurinn verði klár þegar Íslandsmeistararnir koma í heimsókn.

Þetta ætti að skýrast á næstu tveimur til þremur dögum en völlurinn verður orðinn leikfær í næstu viku reikna ég með,“ sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið í gær.

Fylkismenn hafa spilað alla sína leiki í Egilshöllinni í sumar þar sem þeir hafa fengið 9 stig af 15 mögulegum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert