Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við enska sóknarmanninn Sophie O'Rourke en hún er 19 ára gömul og kemur frá Reading í heimalandinu.
O'Rourke staðfesti þetta sjálf á Twitter-síðu sinni í gær. Grindavík er í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki, aðeins þremur stigum meira en KR og FH sem eru í fallsætunum.
Very happy to have signed my first professional contract. Looking forward to getting started with a new challenge ✍🏽⚽️ pic.twitter.com/ah7x5rJzau
— Sophie O'Rourke (@SophieORourke11) July 24, 2018