Enskur sóknarmaður í Grindavík

Grindavík þarf á stigum að halda í botnbaráttunni.
Grindavík þarf á stigum að halda í botnbaráttunni. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gengið frá samningi við enska sóknarmanninn Sophie O'Rourke en hún er 19 ára gömul og kemur frá Reading í heimalandinu.

O'Rourke staðfesti þetta sjálf á Twitter-síðu sinni í gær. Grindavík er í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir ellefu leiki, aðeins þremur stigum meira en KR og FH sem eru í fallsætunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert