Lánsdvöl Olivers framlengd?

Oliver Sigurjónsson, lengst til hægri, er í stóru hlutverki hjá …
Oliver Sigurjónsson, lengst til hægri, er í stóru hlutverki hjá Breiðabliki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson leikur að óbreyttu með Breiðabliki út þetta tímabil en hann kom til uppeldisfélagsins á lánssamningi frá Bodö/Glimt í Noregi í vor og átti að snúa aftur þangað 15. ágúst.

Oliver sagði við Morgunblaðið að málið væri í höndum félaganna en sjálfur væri hann meira en til í að ljúka tímabilinu með Breiðabliki sem er komið af fullum krafti í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Hann er samningsbundinn Bodö/Glimt út tímabilið 2019.

„Þá færi ég aftur til Noregs eftir tímabilið hér heima og myndi æfa með liðinu og sjá mína stöðu fyrir áramótin,“ sagði Oliver sem fór frá Breiðabliki til Bodö/Glimt í ágúst í fyrra en gat lítið spilað vegna meiðsla.

Hann hefur náð sér vel á strik með Breiðabliki og er búinn að spila ellefu af þrettán leikjum liðsins í Pepsi-deildinni. Oliver skoraði glæsilegt sigurmark úr aukaspyrnu á lokamínútunum gegn Fjölni í næstsíðasta leik liðsins.

Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti við Morgunblaðið í gær að viðræður væru í gangi á milli félaganna og það væri vilji þeirra beggja að Oliver myndi ljúka tímabilinu í Kópavogi. Það kæmist endanlega á hreint á næstu dögum. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert