Alger forréttindi fyrir mig

Helgi Kolviðsson
Helgi Kolviðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi Kolviðsson verður ekki áfram í þjálfarateymi karlalandsliðsins í knattspyrnu. Liggur það nú fyrir eftir fundi með forráðamönnum KSÍ að undanförnu en Helgi var aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar síðustu tvö árin. Morgunblaðið settist niður með Helga í gær og spurði hann út í gang mála.

„Minn samningur rann út. Ljóst er að ég er ekki inni í myndinni í nýja þjálfarateyminu. Hjá KSÍ hafa menn tekið ákvörðun um að fara aðrar leiðir sem er skiljanlegt. Nýr þjálfari gæti viljað búa til sitt eigið teymi. Ég gerði það til dæmis eitt sinn sjálfur þegar ég tók við nýju félagsliði. Þá tók ég mitt teymi með mér og þá þurfti aðstoðarþjálfari að víkja sem ég hafði sjálfur spilað með áður. En við hefðum ekki hentað vel saman á þeim tíma og því voru allir sáttir. Ég hef því skilning á þessu,“ segir Helgi og hann getur nú farið að huga að öðrum verkefnum en síðasta hálfa árið hefur landsliðið og þátttakan í lokakeppni HM tekið allan hans tíma.

Sjáðu viðtalið við Helga í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert