„Ekki leiðinlegt að hafa þau tvö“

Viktor Örn Margeirsson í leik með Breiðabliki.
Viktor Örn Margeirsson í leik með Breiðabliki. mbl.is/Golli

Vikt­or Örn Mar­geirs­son var held­ur bet­ur áber­andi þegar Breiðablik vann sinn fimmta sig­ur í röð í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu í kvöld. Liðið vann þá Vík­ing Reykja­vík, 3:2, þar sem Vikt­or skoraði tvö marka Breiðabliks. Hann hafði ekki skorað í efstu deild fyr­ir leik­inn.

„Þetta var gam­an. Ég sá fyr­ir mér að við mynd­um skora úr föst­um leik­atriðum og það var gam­an að skora. Ekki leiðin­legt að hafa þau tvö,“ sagði Vikt­or, sem hef­ur unnið sér inn sæti í vörn Blikaliðsins en haldið Elfari Frey Helga­syni á bekkn­um. Frammistaðan í kvöld hlýt­ur að vera enn frek­ar vatn á myllu hans í sam­keppn­inni.

„Það er mjög góð sam­keppni við Damir og Elf­ar. Við erum með frá­bæra vörn, sama hver spil­ar, og gott að hafa góða sam­keppni. Fyrst og fremst er ég varn­ar­maður og hefði viljað halda hreinu,“ sagði Vikt­or.

Þegar Vík­ing­ur komst yfir eft­ir hálf­tíma leik varð liðið um leið það fyrsta til þess að skora í fyrri hálfleik gegn Blik­um í sum­ar.

„Maður er alltaf svekkt­ur að fá á sig mark, en það er ekki hægt að fá á sig mark í öll­um leikj­um. Það er mjög góð stemn­ing í hópn­um og það held­ur okk­ur á tán­um. Við erum góðir vin­ir í liðinu og það eru all­ir að róa í sömu átt. Við höld­um okk­ar striki, erum klár­ir í hvern ein­asta leik og þegar við ger­um okk­ar þá náum við yf­ir­leitt góðum úr­slit­um,“ sagði Vikt­or Örn Mar­geirs­son við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka