U-15 landsliðið mætir Hong Kong

U-15 ára liðið sem spilaði á móti úrvalsliði Peking á …
U-15 ára liðið sem spilaði á móti úrvalsliði Peking á laugardaginn.

U15 ára landslið karla í knattspyrnu mætir í dag Hong Kong í vináttuleik á Njarðtaksvellinum í Njarðvík klukkan 16:00.

Byrjunarlið Íslands er eftirfarandi: 

Viktor Reynir Oddgeirsson (m), Jakob Franz Pálsson, Eyþór Orri Ómarsson, Hrafn Hallgrímsson, Alex Máni Garðarsson, Óliver Steinar Guðmundsson, Tómas Bjarki Jónsson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Jón Hrafn Barkarson, Guðmundur Tyrfingsson og Ari Sigurpálsson.

Á laugardaginn mætti liðið úrvalsliði Peking-borgar þar sem íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann 13:0 sigur. Mörk Íslands skoruðu Orri Steinn Óskarsson, sex, Jón Hrafn Barkarson, tvö og Ari Sigurpálsson, Kristian Nökkvi Hlynsson, Dagur Hafþórsson, Óli Valur Ómarsson og Guðmundur Tyrfingsson skoruðu eitt mark hver.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert