Blikar í bikarúrslit eftir ótrúlegan leik og vítakeppni

Blikinn Gísli Eyjólfsson með boltann í leiknum í kvöld en …
Blikinn Gísli Eyjólfsson með boltann í leiknum í kvöld en til varnar eru Vignir Snær Stefánsson og Ástbjörn Þórðarson, leikmenn Víkings Ó. mbl.is/Eggert

Breiðablik leik­ur til úr­slita í bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu í þriðja sinn eft­ir að liðið vann Vík­ing Ólafs­vík í hreint ótrú­legri undanúr­slitaviður­eign þeirra í Kópa­vogi í kvöld. Blikar jöfnuðu á síðustu sek­úndu fram­leng­ing­ar og unnu svo í víta­spyrnu­keppni. Þeir mæta Stjörn­unni í úr­slit­um á Laug­ar­dals­velli 15. sept­em­ber.

Það var ljóst frá fyrstu mín­útu að gest­irn­ir úr Ólafs­vík myndu ekki bera neina virðingu fyr­ir toppliði Pepsi-deild­ar­inn­ar. Eins og við mátti bú­ast voru Blikar meira með bolt­ann, svo til all­an fyrri hálfleik, en Ólafs­vík­ing­ar vörðust gríðarlega skipu­lega með fimm manna vörn og djúp­an miðju­mann þar fyr­ir fram­an. Blikar komust því lítt áleiðis.

Á meðan var lítið að ger­ast fram á við hjá Vík­ing­um – þar til þeir fengu horn­spyrnu á 31. mín­útu. Eft­ir hana barst bolt­inn til Gonzalo Zamorano á fjær­stöng­inni og skoraði hann þar af stuttu færi úr fyrstu til­raun Vík­ings í leikn­um. Staðan 1:0 fyr­ir gest­ina og sló þögn á stuðnings­menn Breiðabliks.

Blikar voru nokkra stund að átta sig á hvað gerst hafði á meðan það lifnaði yfir Ólafs­vík­ing­um og voru þeir yfir í hálfleik, 1:0.

Stór­sókn Blika skilaði loks jöfn­un­ar­marki

Það var allt und­ir hjá Blik­um eft­ir hlé en lengi vel spilaðist leik­ur­inn svipað og í fyrri hálfleik. Gest­irn­ir snertu vart bolt­ann en allt stoppaði þegar Blikar náðu fram að víta­teig Vík­ings. Það dró hins veg­ar held­ur bet­ur til tíðinda þegar hálf­tími var eft­ir. Fyrst átti Thom­as Mikk­el­sen skot sem fór í sam­skeyt­in og út, en áður en sókn­in var úti var Aron Bjarna­son einnig bú­inn að þruma í þverslána á marki Vík­ings. Enn héldu gest­irn­ir þó for­yst­unni.

Blikar höfðu hins veg­ar kom­ist á lagið við þessa skot­hríð og á 67. mín­útu kom jöfn­un­ar­mark þeirra. Það skrif­ast hins veg­ar al­farið á Óls­ara sjálfa, því Emm­anu­el Keke var að slóra með bolt­ann í vörn­inni. Danski fram­herj­inn Thom­as Mikk­es­len tók bolt­ann ein­fald­lega af hon­um, hljóp í átt að marki og skoraði.

Blik­um var létt eft­ir þetta og héldu áfram að sækja og fengu fullt af fín­um fær­um til þess að kom­ast yfir. Ólafs­vík­ing­ar vörðust hins veg­ar fim­lega eins og áður í leikn­um og gerðu það allt þar til venju­leg­um leiktíma lauk. Staðan að hon­um lokn­um 1:1 og því þurfti að fram­lengja.

Ótrú­leg drama­tík í fram­leng­ingu

Fram­leng­ing­in var nokkuð opin þar sem all­ir börðust til síðasta dropa, en enn á ný voru það Blikar sem voru mikið meira með bolt­ann. Aft­ur urðu föst leik­atriði þeim hins veg­ar að falli, en á loka­mín­útu fyrri hálfleiks fram­leng­ing­ar komust Ólafs­vík­ing­ar aft­ur yfir.

Kwame Quee tók auka­spyrnu inn á teig­inn, Blik­inn Davíð Kristján Ólafs­son skallaði bolt­ann upp í loftið þaðan sem hann fór svo inn fyr­ir marklín­una. Sjálfs­mark og Ólafs­vík­ing­ar komn­ir í 2:1.

Blikar höfðu 15 mín­út­ur til þess að bjarga sér og lögðu gríðarlegt kapp á að jafna. Þeir hrein­lega lágu í sókn það sem eft­ir lifði leiks en tím­inn virt­ist vera að hlaupa frá þeim. Það var hins veg­ar á loka­sek­únd­um í upp­bót­ar­tíma fram­leng­ing­ar (já það ger­ist ekki seinna!) sem fá­rán­lega drama­tískt jöfn­un­ar­mark leit dags­ins ljós.

Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson fékk þá bolt­ann hægra meg­in, keyrði ákveðinn inn í teig og skoraði með hnit­miðuðu skoti á ög­ur­stundu. Þetta reynd­ist síðasta spyrna fram­leng­ing­ar­inn­ar og liðin á leið í víta­spyrnu­keppni. Það gjör­sam­lega ærðist allt á pöll­un­um.

Bæði lið skoruðu úr sín­um fyrstu spyrn­um en markverðir liðanna vörðu báðir aðra spyrnu þeirra. Nacho Heras í liði Ólafs­vík­ur skaut svo í þverslá og reynd­ist það ráða úr­slit­um þegar yfir lauk. Damir Mum­in­ovic tók síðustu spyrnu Blika og ætlaði allt um koll að keyra þegar hann skoraði. Ótrú­leg­um leik lokið með sigri Breiðabliks.

Breiðablik og Stjarn­an eig­ast því við á Laug­ar­dals­velli 15. sept­em­ber.

Breiðablik 6:4 Vík­ing­ur Ó. opna loka
skorar Thomas Mikkelsen (67. mín.)
skorar Brynjólfur Darri Willumsson (120. mín.)
skorar úr víti Thomas Mikkelsen (120. mín.)
skorar úr víti Arnór Gauti Ragnarsson (120. mín.)
skorar úr víti Kolbeinn Þórðarson (120. mín.)
skorar úr víti Damir Muminovic (120. mín.)
Mörk
skorar Gonzalo Zamorano (32. mín.)
skorar Víkingur Ó. (105. mín.)
skorar úr víti Emir Dokara (120. mín.)
skorar úr víti Ingibergur Kort Sigurðsson (120. mín.)
fær gult spjald Jonathan Hendrickx (63. mín.)
fær gult spjald Willum Þór Willumsson (74. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Vignir Snær Stefánsson (20. mín.)
fær gult spjald Fran Marmolejo (62. mín.)
fær gult spjald Kwame Quee (87. mín.)
fær gult spjald Ibrahim Barrie (100. mín.)
fær gult spjald Ingibergur Kort Sigurðsson (113. mín.)
mín.
120 Leik lokið
Breiðablik er komið í bikarúrslit eftir alveg hreint fáránlega spennu!
120 MARK! Damir Muminovic (Breiðablik) skorar úr víti
6:4 - Damir laumar boltanum í hægra hornið og Blikar ærast!!
120
Damir getur tryggt Blikum sigur.
120 MARK! Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) skorar úr víti
5:4 - Fast skot sem Marmolejo ver en ræður ekki við kraftinn og missir boltann inn!
120 MARK! Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó. ) skorar úr víti
4:4 - Örugg spyrna í hægra hornið.
120 Nacho Heras (Víkingur Ó. ) skorar ekki úr víti
4:3 - Þrumar í þverslá!!
120 MARK! Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) skorar úr víti
4:3 - Ískaldur, vippar boltanum upp í skeytin hægra megin.
120 Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) skorar ekki úr víti
3:3 - Hnitmiðað skot í vinstra hornið en Marmolejo skutlaði sér með tilþrifum!
120 Michael Newberry (Víkingur Ó. ) skorar ekki úr víti
3:3 - Gunnleifur ver! Spyrna Newberry fór á mitt markið.
120
Við spilum hér eftir hinu svokallaða ABBA-kerfi og því taka Ólafsvíkingar einnig næstu spyrnu.
120 MARK! Emir Dokara (Víkingur Ó. ) skorar úr víti
3:3 - Fast skot hægra megin, alveg úti við stöng. Gunnleifur fór í rétt horn.
120 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar úr víti
3:2 - Örugg spyrna í vinstra hornið.
120
Þá er þetta að fara í gang. Blikar taka fyrstu spyrnu og það er Thomas Mikkelsen.
120
Nú ákveða liðin hverjir taka vítaspyrnur. Það er sturluð stemning hérna. Þvílíkur leikur!!
120 Leik lokið
Við fáum Vítaspyrnukeppni. Þvílík og önnur eins dramatík!
120 MARK! Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) skorar
2:2 - VÁÁÁA!! Bókstaflega á lokasekúndum uppbótartíma í framlengingu jafna Blikar!! Brynjólfur Darri fékk boltann hægra megin, keyrði ákveðinn inn í teig og skilaði boltanum í fjærhornið með þrumuskoti! Það gjörsamlega ÆRIST allt í stúkunni!
120 Kwame Quee (Víkingur Ó. ) á skot framhjá
Náði að klóra sér leið inn á teig og skotið fór rétt framhjá.
120 Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó. ) á skot sem er varið
Allir Blikar komnir fram svo þegar Ingibergur fékk sendinguna var nánast enginn til varnar. Hann var kominn einn í gegn en skotið var lélegt og Gunnleifur varði vel.
120
Damir féll utarlega í vítateignum en ekkert dæmt.
120
Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma. Það eru nánast allir Blikar komnir fram.
118
Nú eru leikar farnir að æsast. Marmolejo í marki Ólafsvíkinga dettur aðeins um leið og hann grípur boltann og Blikar hrúgast að honum til þess að fá hann til að halda áfram. Hann gerir það að lokum, enda þegar með gult spjald á sér fyrir leiktöf fyrr í leiknum.
117 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Fín tilraun, hárfínt yfir markið.
116
Fjórða aukaspyrnan sem Blikar fá alveg við vítateigsbogann. Hvað gerist nú?
114 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Mér sýndist það vera Kolbeinn sem reyndi að klippa boltann í netið, en yfir.
114 Sasha Litwin (Víkingur Ó. ) kemur inn á
114 Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó. ) fer af velli
113 Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó. ) fær gult spjald
Fyrir brot.
112 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot sem er varið
Í þetta sinn tók Gísli spyrnuna, sendi fyrir og Mikkelsen náði að koma tá í boltann en ekki framhjá Marmolejo.
110
Þriðja aukaspyrnan nánast á sama stað! Hinar tvær fóru báðar í vegginn.
110
Aftur tók Kolbeinn spyrnuna. Hann var að vonast til þess að varnarveggurinn myndi hoppa - sem gerðist ekki og fór því tækifærið í súginn.
110
Blikar fá aðra aukaspyrnu, á svipuðum stað og áðan.
108
Kolbeinn þrumar í vegginn en Blikar vinna boltann strax aftur. Það er allt undir hjá þeim.
107
Brynjólfur fellur rétt utan við vítateig Ólsara. Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
106 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumuskot yfir við vítateigslínuna.
106
Það er gjörsamlega þögn í stúkunni núna. Blikar eru slegnir.
106 Seinni hálfleikur hafinn
Og Blikar hlaupa strax langt fram.
105 Hálfleikur
Hálfleikur í framlengingunni. 15 mínútur eftir. Ná Blikar að jafna öðru sinni í leiknum?
105 MARK! Víkingur Ó. (Víkingur Ó. ) skorar
1:2 - Ótrúlegir hlutir að gerast! Quee tók aukaspyrnuna inn á teig, Blikar skalla boltann fyrst einu sinni upp í loftið og svo gerir Davíð Kristján Ólafsson það aftur. Hann ætlar sennilega að hreinsa í horn, allavega fór boltinn hátt í loft upp, en endar svo að lokum á því að skoppa inn fyrir marklínuna!
105
Ólsarar fá aukaspyrnu við vítateigshornið vinstra megin.
104 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Blikar náðu að spila sig inn á teig, Arnór Gauti og Mikkelsen voru báðir í baráttunni og að lokum er það sá danski sem skýtur en framhjá markinu.
100 Karl F. Gunnarsson (Breiðablik) kemur inn á
100 Aron Bjarnason (Breiðablik) fer af velli
Blikar nýta sér auka skiptingu sem leyfð er í framlengingu.
100 Ibrahim Barrie (Víkingur Ó. ) fær gult spjald
Brýtur á Gísla sem var kominn framhjá honum.
98 Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar reyna að finna glufur á vörn Ólsara. Arnór finnur eina en skotið er í þröngu færi og ekki nógu fast.
95
Blikar pressa afar stíft hér í upphafi framlengingar.
93
Zamorano liggur nú og heldur um höfuðið. Sjúkraþjálfari Ólafsvíkinga hefur heldur betur þurft að vinna fyrir kaupinu sínu í kvöld.
92 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Henti sér fram en skalli hans fór framhjá eftir hornspyrnuna.
92 Breiðablik fær hornspyrnu
91 Leikur hafinn
Ólsarar hefja leik í fyrri hálfleik framlengingar. Nú bætist við auka skipting fyrir bæði lið, en það eru nýjar reglur sem teknar voru upp fyrir tímabilið.
90
Þjálfarar liðanna halda nú liðsfundi úti á vellinum á meðan leikmenn fá sér vatnssopa fyrir hálftíma baráttu í viðbót.
90 Leik lokið
Það er að segja venjulegum leiktíma. Við fáum framlengingu!
90
Quee tók spyrnuna sem var stórhættuleg en boltinn sigldi framhjá öllum pakkanum.
90
Það er lítið eftir af uppbótartímanum nú þegar Ólsarar fá aukaspyrnu af um 30 metra færi.
90 Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó. ) á skot sem er varið
Fékk nægan tíma til þess að hlaða í skotið utan teigs en það var svo nokkurn veginn beint á Gulla.
90 Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Langt innkast frá Arnóri Gauta og það var Davíð sýndist mér sem skallaði yfir úr teignum.
90
Áhorfendatölur segja 1.412 manns hér í dag. Það er almennilegt.
90 Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó. ) á skot framhjá
VÁÁ! Þetta var svakalegt. Kwame Quee komst upp að endamörkum og sendi fyrir. Zamorano náði einhvern veginn hælspyrnu í átt að marki af örstuttu færi, Gunnleifur misreiknaði sig en boltinn rúllaði svo rétt, rétt framhjá.
90
Það verða að minnsta kosti sex mínútur í uppbótartíma, takk fyrir pent!
90
Það stefnir all í framlengingu hér á Kópavogsvelli. Það er allavega heldur betur veðrið í það að halda áfram leik hér lengur fram á kvöld!
89 Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) kemur inn á
89 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) fer af velli
88
Nú liggur Willum og heldur um ökklann. Gummi Steinars, aðstoðarþjálfari Blika, tekur á rás til að ná í Brynjólf Darra, bróðir Willums, sem var að hita upp með öðrum varamönnum Blika.
87 Kwame Quee (Víkingur Ó. ) fær gult spjald
Lét aðstoðardómarann heyra það.
84 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Stórsókn Blika þessar mínútur. Gísli náði núna að leggja boltann fyrir sig í teignum og var í upplögðu færi en þrumaði rétt yfir.
83 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Eftir afar langt innkast Arnórs Gauta.
82 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Aukaspyrna inn á teiginn. Mikkelsen nær að koma kolli í boltann en laust var það.
79 Jesús Álvarez (Víkingur Ó. ) á skot sem er varið
Var í fínni skotstöðu utarlega í teignum en nokkuð beint á Gunnleif.
77 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) kemur inn á
77 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
74 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Aron náði því boltanum aftur og sendi fyrir þar sem Gísli reyndi að klippa hann í netið en hátt yfir fór hann.
74 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot sem er varið
Dauðafæri!! Aron fékk stungusendingu og var kominn einn í gegn. Virtist í litlu jafnvægi og náði engum krafti í skotið, sem Marmolejo varði en náði ekki að halda boltanum.
74 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) fær gult spjald
Tapaði boltanum illa á miðjunni og braut af sér í baráttunni í kjölfarið.
70 Kristinn Magnús Pétursson (Víkingur Ó. ) kemur inn á
70 Emmanuel Keke (Víkingur Ó. ) fer af velli
68
Þetta var dýrt fyrir Ólsara. Það var ekkert að gerast en þeir gáfu forskotið klaufalega frá sér.
67 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar
1:1 - Maður finnur vel hvað Blikum er létt núna! Emmanuel Keke var að slóra með boltann í vörn Víkings, Thomas Mikkelsen einfaldlega tók hann af honum, hljóp í átt að markinu og skoraði.
67 Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) fer af velli
66 Jesús Álvarez (Víkingur Ó. ) kemur inn á
66 Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó. ) fer af velli
65 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hittir boltann skelfilega og hann fer langt framhjá.
64 Ingibergur Kort Sigurðsson (Víkingur Ó. ) kemur inn á
64 Ívar Reynir Antonsson (Víkingur Ó. ) fer af velli
63 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) fær gult spjald
Fyrir brot úti við hliðarlínu.
62 Fran Marmolejo (Víkingur Ó. ) fær gult spjald
Fyrir að tefja. Mjög réttmætt spjald.
61 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot í þverslá
Sóknin er ekki búin. Boltinn berst hægra megin þar sem Aron er mættur og þrumar í þverslá! Þvílíkar mínútur núna.
61 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot í þverslá
Willum kominn inn á teig og fellur. Ekkert dæmt. Boltinn berst á Mikkelsen sem lætur vaða en skrúfar boltinn upp í skeytin og út!
60 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Tók boltann glæsilega niður og náði fínu skoti en í þéttan varnarmúr Ólsara.
60
Það er sama sagan og í fyrri hálfleik. Blikar eru mikið mun meira með boltann en þegar fram að vítateig andstæðingsins er komið þá stoppar allt.
57 Ástbjörn Þórðarson (Víkingur Ó. ) á skot sem er varið
Ólsarar snöggir fram og Ástbjörn lætur vaða utan teigs. Gunnleifur grípur boltann.
56 Jonathan Hendrickx (Breiðablik) á skot framhjá
Skrúfaði boltann yfir vegginn en yfir markið í leiðinni.
55
Mikkelsen að komast í færi en fellur í baráttu við Ibrahim Barrie. Blikar fá aukaspyrnu við vítateigsbogann.
53
Nú steinliggur Emmanuel Keke, varnarmaður Ólsara, eftir viðskipti við Gísla. Blikar í stúkunni eru orðnir pirraðir á því hvað gestirnir tefja mikið.
51 Breiðablik fær hornspyrnu
En gestirnir hreinsa. Blikar vinna þó boltann strax aftur.
51 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gísli reynir að prjóna sig inn á teig en nær ekki að hrista af sér varnarmann.
49
Ekkert kom úr þessari hornspyrnu.
48 Víkingur Ó. fær hornspyrnu
Klaufagangur hjá Blikum í upphafi síðari hálfleiks.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Afar athyglisverður fyrri hálfleikur að baki. Ólsarar skoruðu úr sinni fyrstu tilraun í leiknum á meðan Blikar hafa legið í sókn svo til allan hálfleikinn. Þetta verður áhugavert eftir hlé.
45
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Vignir Snær í liði Víkings fær nú aðhlynningu eftir að hafa sjálfur brotið á Gísla. Stuðningsmenn Blika eru mjög ósáttir, þar sem Vignir er á spjaldi og saka hann um að reyna að koma í veg fyrir það að fá seinna gula spjaldið.
43 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot sem er varið
Skot utarlega í teignum, af varnarmanni og í fangið á Marmolejo. Blikar virðast einna helst bíða eftir að geta komist inn í klefa og endurskipulagt sig í hálfleik.
38 Kwame Quee (Víkingur Ó. ) á skot framhjá
Nú er heldur betur lifnað yfir gestunum. Kannski aðeins of, enda reyndi Quee þetta skot nær miðju en vítateig Blika. Árangurinn var eftir því.
37
Gísli tók spyrnuna sjálfur en hún var laus í vegginn.
37
Brotið á Gísla og Breiðablik fær aukaspyrnu af um 35 metra færi.
35 Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó. ) á skot framhjá
Hættulaust utan teigs eftir hornspyrnuna.
35 Víkingur Ó. fær hornspyrnu
35 Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó. ) á skot sem er varið
Blikar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Ólsarar spila fallega upp miðjan völlinn, Ástbjörn sendir góða sendingu inn á Zamorano sem er í fínu færi en Gunnleifur ver úti við stöng.
32
Það má með sanni segja að það hafi slegið þögn á stuðningsmenn Blika, sem annars hafa sungið allan leikinn, við markið.
32 MARK! Gonzalo Zamorano (Víkingur Ó. ) skorar
0:1 - Heldur betur óvænt tíðindi! Rétt áðan setti ég inn færslu þar sem sagði að leikurinn færi allur fram á vallarhelmingi Ólsara og var það ekkert grín. Þeir náðu hins vegar sókn og uppskáru hornspyrnu. Úr henni barst boltinn í gegnum pakkann og á fjærstöng þar sem Zamorano potaði honum inn af stuttu færi. Hvað gera Blikar nú?!
31 Víkingur Ó. fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Víkings í leiknum.
29
Leikurinn fer allur fram á vallarhelmingi Víkings. En þegar Blikar komast í teiginn lenda þeir á vegg og komast ekki í gegn. Skipulagið baka til er að ganga vel upp hjá gestunum enda ekki við öðru að búast frá lærisveinum Ejub Purisevic.
26
Nú steinliggur Vignir Snær, vinstri bakvörður Ólsara, eftir baráttu við Aron. Aron fær tiltal en Vignir aðhlynningu. Ólsarar í stúkunni öskra á spjald frá Einari dómara en fá ekki.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
En Ólsarar hreinsa frá.
23
Flott spil hjá Blikum. Arnþór Ari er mættur inn í teig en Fran Marmolejo í marki Ólsara kemur út og bjargar. Þeir lenda saman í leiðinni og markvörðurinn liggur sem skotinn væri. Það hefur einkennt hans leik svolítið í sumar, segja menn.
20 Vignir Snær Stefánsson (Víkingur Ó. ) fær gult spjald
Tveir Ólsarar fóru í skallaeinvígi við Gísla og Vignir virtist læða olnboganum í hnakkann á honum. Fékk gult spjald fyrir.
16 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri! Aron nær að þræða boltann í gegnum vörnina og Mikkelsen fékk hann nokkuð óvænt á markteig. Átti alls ekki von á því og setti litla hugsun í skotið enda fór boltinn vel yfir.
15 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Andri Rafn gerði afar vel, kom boltanum á Aron í teignum sem komst framhjá varnarmanni en náði ekki krafti í skotið.
13
Allir leikmenn Víkings liggja á eigin vallarhelmingi þessar mínútur. Blikar eru mun meira með boltann en það mun heldur betur þurfa þolinmæði að þræða sig í gegnum múr andstæðingsins.
11 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gísli og Aron spiluðu sín á milli úr horninu. Gísli lét að lokum vaða en yfir markið.
10 Breiðablik fær hornspyrnu
9
Það má nánast segja að Ólsarar spili með sex manna vörn. Þeir eru með fimm í varnarlínu og svo rétt fyrir framan lúrir Ibrahim Barrie, tilbúinn að falla aftur og hjálpa. Gonzalo Zamorano er einn frammi, tilbúinn að hlaupa og djöflast.
7
Gísli Eyjólfsson við það að komast í færi en fyrsta snertingin bregst honum í teignum.
5
Það er kraftur í liðunum í upphafi leiks. Það er alveg ljóst að Ólsarar eru ekki komnir til að bera neina virðingu fyrir toppliði Pepsi-deildarinnar.
2
Willum Þór Willumsson leikur á miðjunni hjá Blikum í dag í fjarveru Olivers Sigurjónssonar. Willum hefur venjulega verið framarlega á kantinum en Aron Bjarnason er þar í dag.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni í fyrri hálfleik.
0
17.59 - Hér koma liðin loksins, eitthvað sein. Ganga í humátt á eftir Einari Inga Jóhannssyni dómara inn á völlinn.
0
17.50 - Liðin eru nú að ljúka sínum upphitunum. Það er vert að minnast aftur á blíðuna sem er hér í Kópavoginum. Vonandi verður leikurinn jafn góður og aðstæðurnar bjóða upp á.
0
17.41 - Ólafsvíkingar féllu sem kunnugt er úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust. Breiðablik vann báðar viðureignir liðanna í fyrra en sumarið 2016 unnu Ólsarar hér á Kópavogsvelli í deildinni. Svo þeir eru alls ekki ókunnir því.
0
17.29 - Liðin eru nú komin út til upphitunar í þessu líka blíðskaparveðri. Áhorfendur eru þegar farnir að koma sér fyrir en því miður fyrir þá, þá snýr stúkan frá sól en gefur vellinum þess í stað gott skjól.
0
17.20 - Ef tölfræðin bregst mér ekki þá hefur Breiðablik tvisvar komist í úrslit. Töpuðu fyrir Víkingi R. í úrslitum 1971 en urðu bikarmeistarar árið 2009. Ólsarar hafa aldrei komist í úrslit, en komust í undanúrslit árið 2010 en töpuðu fyrir verðandi bikarmeisturum FH.
0
17.11 - Sigurliðið hér í kvöld mætir Stjörnunni í úrslitaleik bikarsins á Laugardalsvelli þann 15. september. Á morgun fer einmitt bikarúrslitaleikur kvenna fram þar sem Breiðablik og Stjarnan mætast, svo vinni Blikar í dag verða sömu lið í úrslitum karla og kvenna.
0
17.04 - Víkingur Ó. gerði 1:1 jafntefli við Selfoss í síðasta leik í Inkasso-deildinni. Það er ein breyting á þeirra liði hér í dag. Ívar Reynir Antonsson kemur í byrjunarliðið en Jesus Alvarez sest á bekkinn. Lið Víkings í heild má sjá hér undir lýsingunni.
0
17.02 - Það er ein breyting á liði Blika frá 3:2-sigrinum á Víkingi R. í síðasta leik í Pepsi-deildinni á sunnudag. Oliver Sigurjónsson er ekki í hóp, en hann fór af velli vegna meiðsla í hálfleik í síðasta leik. Inn kemur Aron Bjarnason. Lið Blika má sjá neðst hér undir lýsingunni.
0
17.00 - Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag og sólin skín á fallegan Kópavogsvöllinn nú þegar klukkutími er í leik. Byrjunarliðin koma hér innan skamms.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin í beina textalýsingu mbl.is frá leik Breiðabliks og Víkings Ólafsvíkur í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Jonathan Hendrickx, Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Willum Þór Willumsson (Brynjólfur Darri Willumsson 89), Gísli Eyjólfsson, Andri Rafn Yeoman (Kolbeinn Þórðarson 77). Sókn: Arnþór Ari Atlason (Arnór Gauti Ragnarsson 67), Thomas Mikkelsen, Aron Bjarnason (Karl F. Gunnarsson 100).
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Kolbeinn Þórðarson, Elfar Freyr Helgason, Guðmundur B. Guðjónsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Karl F. Gunnarsson.

Víkingur Ó. : (5-4-1) Mark: Fran Marmolejo. Vörn: Nacho Heras, Michael Newberry, Emmanuel Keke (Kristinn Magnús Pétursson 70), Emir Dokara, Vignir Snær Stefánsson (Jesús Álvarez 66). Miðja: Ívar Reynir Antonsson (Ingibergur Kort Sigurðsson 64), Ibrahim Barrie, Kwame Quee, Ástbjörn Þórðarson. Sókn: Gonzalo Zamorano (Sasha Litwin 114).
Varamenn: Kristján P. Þórarinsson (M), Sasha Litwin, Kristinn Magnús Pétursson, Jesús Álvarez, Bjartur Bjarmi Barkarson, Guyon Philips, Ingibergur Kort Sigurðsson.

Skot: Breiðablik 29 (16) - Víkingur Ó. 13 (9)
Horn: Breiðablik 4 - Víkingur Ó. 3.

Lýsandi: Andri Yrkill Valsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 1.412

Leikur hefst
16. ágú. 2018 18:00

Aðstæður:
Frábærar. Sólskin, svo til heiðskírt og léttur andvari. Völlurinn í góðu standi.

Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundssonog Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
25.02 17:00 Noregur 0:0 Sviss
25.02 20:10 Frakkland : Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
25.02 17:00 Noregur 0:0 Sviss
25.02 20:10 Frakkland : Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert