„Þetta var bara magnað“

Breiðablik fagnar marki í sumar.
Breiðablik fagnar marki í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson, leikmaður Breiðabliks, mun seint gleyma viður­eign liðsins gegn Vík­ingi Ólafs­vík á Kópa­vogs­velli í undanúr­slit­um bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu sem fram fór í kvöld. Brynj­ólf­ur, sem fædd­ur er árið 2000, tryggði Blik­um víta­spyrnu­keppni sem þeir svo unnu þegar hann jafnaði á loka­sek­úndu upp­bót­ar­tíma fram­leng­ing­ar. Já, það ger­ist ekki seinna en það.

„Það var allt gal­opið þarna hægra meg­in. Þegar snert­ing­in kom var ég ákveðinn að skjóta og bolt­inn fór inn. Þetta var bara magnað. Geggjað,“ sagði Brynj­ólf­ur, nán­ast í móki þegar mbl.is tók hann tali mitt í fagnaðar­lát­um Blika eft­ir sig­ur­inn.

Blikar lentu fyrst 1:0 und­ir í venju­leg­um leiktíma, jöfnuðu og tryggðu sér fram­leng­ingu. Þeir lentu svo aft­ur und­ir, 2:1, í fram­leng­ingu og tím­inn virt­ist far­inn þegar upp­bót­ar­tími fram­leng­ing­ar var að líða.

„Maður var orðinn frek­ar stressaður. En um leið og ég fékk þetta færi þá ákvað ég að bomba á markið og vona það besta,“ sagði Brynj­ólf­ur.

En hvernig er að halda haus á svona stundu, þegar allt er und­ir og tím­inn að renna út?

„Það er erfitt, sér­stak­lega þegar þeir eru að tefja og svona. Menn voru orðnir mjög pirraðir á þeim, þeir voru að tefja og markmaður­inn lá niðri í hvert ein­asta skipti. En maður fær alltaf einn séns og það er bara spurn­ing hvort maður nýt­ir hann eða ekki,“ sagði Brynj­ólf­ur Darri Will­umsson yf­ir­vegaður við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka