Marija Radojičić áfram með Fylki

Marija Radojičić skrifar undir nýjan samning við Fylki.
Marija Radojičić skrifar undir nýjan samning við Fylki.

Marija Radojičić hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Fylkis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var út til fjölmiðla.

Marija, sem er serbneskur landsliðsmaður og er fædd árið 1992, kom til Fylkis fyrir tímabilið og hefur skorað 12 mörk í 20 leikjum fyrir félagið. Hún hefur þótt passa vel inn í hópinn og er almenn ánægja með hana í Árbænum.

„Ég er virkilega ánægður með það að Marija hafi ákveðið að vera áfram í herbúðum okkar og gera samning við félagið til tveggja ára. Marija hefur sýnt það í sumar að hún er gríðarlega góður leikmaður sem hefur mikla fótboltahæfileika, góðan leikskilning og mikið markanef. Þá hefur hún smellpassað inn í hópinn félagslega. Í Fylki líður Mariju vel, hér vill hún vera og hér viljum við alveg endilega hafa hana,“ segir Kjartan Stefánsson, þjálfari meistaraflokks kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert