Erum að stimpla okkur út úr toppbaráttunni

Ágúst Þór Gylfason.
Ágúst Þór Gylfason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágúst Gylfa­son, þjálf­ari Breiðabliks, sagði við mbl.is eft­ir 2:1-tap fyr­ir Stjörn­unni í topp­bar­áttuslag Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu að lið hans væri nán­ast búið að stimpla sig út úr bar­átt­unni um Íslands­meist­ara­titil­inn.

„Það er fúlt að fylgja topp­bar­átt­unni ekki eft­ir og mér sýn­ist við vera að stimpla okk­ur út úr henni, en við lögðum allt í þenn­an leik. Það var kraft­ur í okk­ur og við hefðum all­an tím­ann átt að jafna þetta í seinni hálfleik. Feng­um tvö góð færi til þess, en við náðum ekki að skora og því fór sem fór. Við verðum að bíta í það súra að vera þarna í þriðja sæt­inu og komn­ir skrefi á eft­ir Val og Stjörn­unni,“ sagði Ágúst, svekkt­ur eft­ir leik.

Staðan á toppn­um er nú þannig að Stjarn­an hef­ur 35 stig eins og Val­ur, og eiga þau bæði leik til góða sem er inn­byrðis viður­eign þeirra á miðviku­dags­kvöldið kem­ur. Breiðablik er hins veg­ar með 34 stig í þriðja sæt­inu.

„Þetta eru langsterk­ustu liðin í deild­inni og Val­ur og Stjarn­an þurfa að gera veru­lega upp á bak ef við eig­um að blanda okk­ur inn í þetta. Ég sé það í raun ekki ger­ast,“ sagði Ágúst, en Breiðablik tapaði ein­mitt fyr­ir Val í síðasta leik. Hvað út­skýr­ir það að Breiðablik tap­ar tveim­ur stór­um leikj­um í röð í bar­átt­unni?

„Ég veit það ekki al­veg. Heilt yfir vor­um við fín­ir hér í 90 mín­út­ur og vor­um góðir í 45 mín­út­ur á móti Val. Það er greini­lega ekki nóg, en ég var nokkuð ánægður með liðið í þess­um leik. Árang­ur snýst um það að vinna leiki, það er ekk­ert öðru­vísi.“

Fyrst Ágúst seg­ir að titil­von­irn­ar séu úti, mun hann þá leggja aukið kapp á bikar­úr­slita­leik­inn 15. sept­em­ber í von um titil í sum­ar? Þar mæta Blikar ein­mitt Stjörn­unni.

„Nei nei. Sá leik­ur er nátt­úru­lega stór fyr­ir okk­ur og auðvitað ætl­um við okk­ur að vinna alla leiki. En deild­in er þarna enn þá og við eig­um fjóra leiki eft­ir þar. Þetta er bara stuð og tíma­bilið hef­ur verið gott, við þurf­um bara að klára það al­menni­lega,“ sagði Ágúst Gylfa­son, þjálf­ari Breiðabliks, við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert