Ásgeir gæti hafa meiðst illa á hné

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA missti tvo menn af velli í leiknum gegn Val í Pepsí-deild karla í knattspyrnu í gær. Bjarna Mark Antonsson vegna höfuðáverka og Ásgeir Sigurgeirsson vegna hnémeiðsla.

Morgunblaðið heyrði í Sævari Péturssyni, framkvæmdastjóra KA, í gærkvöld og spurði frétta. Sævar gat ekki fullyrt um stöðuna en sagði lýsingar Ásgeirs minna á lýsingar af krossbandsslitum. Þá sagði hann Bjarna vera kominn heim eftir að hafa hitt lækni og talið væri að hann yrði með höfuðverk næstu dagana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert