Blikar gulltryggðu Evrópusætið

Aron Bjarnason í baráttunni við Helga Val Daníelsson í Árbænum …
Aron Bjarnason í baráttunni við Helga Val Daníelsson í Árbænum í kvöld. mbl.is/Hari

Breiðablik hélt titil­von sinni á lífi og tryggði jafn­framt Evr­óp­u­sæti á næsta ári með 3:0-sigri á Fylki á Flori­dana-vell­in­um í síðasta leik 20. um­ferðar úr­vals­deild­ar karla í knatt­spyrnu, Pepsi-deild­inni. Þá eru Fylk­is­menn áfram í mik­illi fall­bar­áttu þegar tvær um­ferðir eru óleikn­ar.

Eft­ir grát­legt tap í víta­spyrnu­keppni í úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars­ins á laug­ar­dag­inn var mættu Blikar grimm­ir til leiks í kvöld en sig­ur þeirra var aldrei í hættu. Danski fram­herj­inn Thom­as Mikk­el­sen kom þeim yfir á 27. mín­útu af víta­punkt­in­um og for­yst­an var svo tvö­földuð rétt fyr­ir hálfleik þegar Jon­ath­an Hendrickx skoraði eft­ir send­ingu Arons Bjarna­son­ar úr skynd­isókn.

Staðan var svo orðin 3:0-á 57. mín­útu þegar Aron skoraði eft­ir send­ingu Gísla Eyj­ólfs­son­ar og þar við sat í marka­skor­un en Blikar urðu þó fyr­ir áfalli í upp­bót­ar­tíma þegar Gunn­leif­ur Vign­ir Gunn­leifs­son í mark­inu fékk beint rautt spjald fyr­ir að brjóta á Ragn­ari Braga Sveins­syni sem var slopp­inn einn í gegn.

Blikar hafa þar með gull­tryggt Evr­óp­u­sætið og sitja í 3. sæti með 38 stig. Fylk­ir er aft­ur á móti enn í bulllandi fall­bar­áttu, nú dottið niður fyr­ir Vík­ing í 10. sætið með lak­ari marka­tölu.

Fylk­ir 0:3 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar úr víti Thomas Mikkelsen (27. mín.)
skorar Jonathan Hendrickx (43. mín.)
skorar Aron Bjarnason (57. mín.)
fær gult spjald Helgi Valur Daníelsson (24. mín.)
fær gult spjald Hákon Ingi Jónsson (30. mín.)
fær gult spjald Ólafur Ingi Skúlason (56. mín.)
fær gult spjald Daði Ólafsson (85. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Willum Þór Willumsson (68. mín.)
fær gult spjald Gísli Eyjólfsson (71. mín.)
fær rautt spjald Gunnleifur Gunnleifsson (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Blikar gulltryggja Evrópusætið með sannfærandi sigri. Fylkismenn eru áfram í bullandi fallbaráttu.
90 Daði Ólafsson (Fylkir) á skot sem er varið
Daði þrumar boltanum í gegnum vegginn en Arnór Gauti, miðjumaðurinn, ver frá honum!
90
Arnór Gauti fer í markið. Daði tekur aukaspyrnuna við vítateigslínuna.
90 Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik) fær rautt spjald
Svakalegt! Ragnar Bragi sleppur í gegn, leikur á Gunnleif sem straujar hann niður. Aukaspyrna rétt utan teigs og beint rautt spjald.
90
Blikar gulltryggja hér Evrópusætið og verða fimm stigum frá toppliði Vals þegar tvær umferðir eru eftir. Fylkismenn eru að detta niður í 10. sætið á markatölu og verða áfram þremur stigum fyrir ofan Fjölni. Þau mætast svo í loka umferðinni.
85 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) kemur inn á
85 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) fer af velli
85 Daði Ólafsson (Fylkir) fær gult spjald
84 Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir) á skot sem er varið
Reynir skot við vítateigslínuna vinstra megin en Gunnleifur grípur.
78 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) kemur inn á
78 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
74
Smá klafs í teignum eftir hornspyrnuna áður en Gunnleifur grípur boltann.
74 Jonathan Glenn (Fylkir) kemur inn á
Kemur inn í fyrsta sinn eftir þónokkuð langa meiðsla fjarveru.
74 Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) fer af velli
74 Fylkir fær hornspyrnu
71 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fær gult spjald
Sparkaði boltanum í burtu eftir að aukaspyrna var dæmd á Blika.
68 Arnór Gauti Ragnarsson (Breiðablik) kemur inn á
68 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fer af velli
68 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) fær gult spjald
Rífur í treyju Daða og fær gult spjald.
63 Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) á skot framhjá
Dauðafæri! Oddur Ingi, nýkominn inn á, setur boltann rétt framhjá.
61 Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir) kemur inn á
61 Valdimar Þór Ingimundarson (Fylkir) fer af velli
61 Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylkir) kemur inn á
61 Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) fer af velli
57 MARK! Aron Bjarnason (Breiðablik) skorar
0:3 - Alltof auðvelt. Gísli rennir boltanum á Aron sem afgreiðir af öryggi, Blikar eru að tryggja Evrópusætið.
57
Ekkert varð úr aukaspyrnunni. Oliver þrumaði í varnarvegginn.
56 Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) fær gult spjald
Blikar fá aukaspyrnu rétt utan teigs og Ólafur Ingi, ósáttur með dóminn, sparkar boltanum í burtu.
52 Willum Þór Willumsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þrumuskot en langt framhjá.
47
Ragnar Bragi fellur inn í teig eftir viðskipti við Damir. Fylkismenn vilja víti en Jóhann Ingi dómari hefur ekki áhuga á því.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Þetta hefur verið býsna þægilegt hjá Blikum og hafa þeir sanngjarna tveggja marka forystu hér í hálfleik.
43 MARK! Jonathan Hendrickx (Breiðablik) skorar
0:2 - Skyndisókn, Fylkismenn eru fáliðaðir til baka og Blikar refsa. Aron stingur boltanum inn á Hendrickx sem skorar örugglega af stuttu færi.
40
Kolbeinn með frábæra stungu á Mikkelsen, Daninn er í dauðafæri en Ásgeir straujar hann frábærlega inn í teig, hirðir af honum boltann.
38 Fylkir fær hornspyrnu
35
Nú fær Gísli smá aðhlynningu en virðist þó ætla harka af sér. Blikar mega ekki við því að missa hann út af.
35 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Beint á Aron.
33 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Reynir fyrir sér af löngu færi. Hátt, hátt yfir.
33 Breiðablik fær hornspyrnu
30 Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) fær gult spjald
Hendrickx er kominn á fleygiferð og Hákon kastar sér á eftir honum, hálfklæðir hann úr stuttbuxunum og fær vissulega gult spjald. Stöðvaði skyndisókn þarna.
27 MARK! Thomas Mikkelsen (Breiðablik) skorar úr víti
0:1 - Út við stöng niður í vinstra hornið. Aron Snær skutlaði sér í rétta átt en náði ekki til boltans.
26 Breiðablik fær víti
Kolbeinn setur boltann fyrir og Ásgeir fær hann í höndina. Þetta var af stuttu færi og Fylkismenn malda í móinn.
26 Breiðablik fær hornspyrnu
24 Helgi Valur Daníelsson (Fylkir) fær gult spjald
Sparkaði niður Kolbein út við hliðarlínu. Kjánalegt og klárt gult spjald.
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Rennur út í sandinn.
15 Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) á skot framhjá
Albert með fínan sprett upp hægri kantinn, hann skilar svo boltanum fyrir markið og þaðan berst hann á Andrés sem ætlar að snúa knöttinn upp í fjærhornið, rétt yfir.
14 Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir) á skalla sem fer framhjá
Skallar langt framhjá eftir aukaspyrnu Daða.
10
Einhver Bliki fer af krafti í Ara Leifsson sem liggur eftir óvígur. Aukaspyrna dæmd og hann fær aðhlynningu.
9 Breiðablik fær hornspyrnu
8 Breiðablik fær hornspyrnu
5 Breiðablik fær hornspyrnu
Rennur út í sandinn.
4 Fylkir fær hornspyrnu
Boltinn berst til Ásgeirs inn í markteig en hann nær ekki skoti, fær boltann eiginlega bara í sig áður en Blikar bægja hættunni frá.
1 Leikur hafinn
0
Blikar máttu þola tap í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins um síðustu helgi en þeir gera eina breytingu frá þeim leik. Kolbeinn Þórðarson kemur inn fyrir Viktor Örn Margeirsson.
0
Fylkismenn gera eina breytingu á liði sínu en Emil Ásmundsson tekur út leikbann. Í hans stað kemur Hákon Ingi Jónsson í byrjunarliðið.
0
Velkomin með mbl.is á Floridana-völlinn í Árbænum þar sem Fylkir tekur á móti Breiðabliki í síðasta leik 20. umferðar Pepsi-deildar karla.
Sjá meira
Sjá allt

Fylkir: (4-5-1) Mark: Aron Snær Friðriksson. Vörn: Andrés Már Jóhannesson, Ari Leifsson, Ásgeir Eyþórsson, Daði Ólafsson. Miðja: Albert B. Ingason, Helgi Valur Daníelsson (Ásgeir Börkur Ásgeirsson 61), Ólafur Ingi Skúlason, Valdimar Þór Ingimundarson (Oddur Ingi Guðmundsson 61), Ragnar Bragi Sveinsson. Sókn: Hákon Ingi Jónsson (Jonathan Glenn 74).
Varamenn: Stefán Ari Björnsson (M), Ásgeir Börkur Ásgeirsson, Orri Sveinn Stefánsson, Oddur Ingi Guðmundsson, Jonathan Glenn, Elís Rafn Björnsson, Ásgeir Örn Arnþórsson.

Breiðablik: (4-4-2) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Jonathan Hendrickx, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Davíð Kristján Ólafsson. Miðja: Kolbeinn Þórðarson, Oliver Sigurjónsson (Alexander H. Sigurðarson 78), Willum Þór Willumsson (Guðmundur B. Guðjónsson 85), Aron Bjarnason. Sókn: Gísli Eyjólfsson, Thomas Mikkelsen (Arnór Gauti Ragnarsson 68).
Varamenn: Ólafur Íshólm Ólafsson (M), Arnþór Ari Atlason, Guðmundur B. Guðjónsson, Davíð Ingvarsson, Brynjólfur Darri Willumsson, Arnór Gauti Ragnarsson, Alexander H. Sigurðarson.

Skot: Breiðablik 6 (4) - Fylkir 5 (2)
Horn: Breiðablik 6 - Fylkir 3.

Lýsandi: Kristófer Kristjánsson
Völlur: Floridana-völlurinn

Leikur hefst
19. sept. 2018 19:15

Aðstæður:
Sólskin og nepja. Völlurinn ágætur.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Bjarki Óskarsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert