„Staðráðnir í að sýna okkar rétta andlit“

Davíð Kristján (15) horfir hér á Hákon Inga Jónsson skalla …
Davíð Kristján (15) horfir hér á Hákon Inga Jónsson skalla boltann á Floridana-vellinum í kvöld. mbl.is/Hari

Davíð Kristján Ólafs­son, leikmaður Breiðabliks, var ánægður með andsvar Blika í 3:0-sigri á Fylki í Pepsi-deild­inni í kvöld eft­ir grát­legt tap í úr­slita­leik Mjólk­ur­bik­ars­ins um síðustu helgi. Breiðablik tapaði í víta­spyrnu­keppni gegn Stjörn­unni á laug­ar­dag­inn var en sýndi aðrar hliðar á sér í kvöld í öfl­ug­um sigri þar sem Evr­óp­u­sæti á næsta tíma­bili var end­an­lega tryggt.

„Það var öm­ur­legt að tapa þess­um bikar­úr­slita­leik í víta­spyrnu­keppni þannig að við vor­um staðráðnir að koma í þenn­an leik og sýna okk­ar rétta and­lit fyr­ir stuðnings­menn­ina og alla hjá fé­lag­inu,“ sagði Davíð í sam­tali við mbl.is eft­ir leik en hann hrósaði jafn­framt nýju gervi­grasi Fylk­is­manna í há­stert og sagði það hafa hjálpað leik­mönn­um að spila jafn­vel og þeir gerðu.

„Þetta er frá­bært gervi­gras, við vor­um að tala um að það létti á okk­ur. Það var hálf­skrítið hvað maður var fersk­ur.“

Blikar eiga enn veika von um að fagna Íslands­meist­ara­titl­in­um en þeir eru fimm stig­um frá toppliði Vals þegar tvær um­ferðir eru óleikn­ar. Davíð seg­ir þó mark­miðið ein­fald­lega vera eitt af efstu þrem­ur sæt­un­um.

„Ég heyrði að Stjarn­an gerði jafn­tefli en við ein­beit­um okk­ur bara að okk­ar mark­miðum í klef­an­um. Von­andi end­ar þetta eins vel og hægt er. Efstu þrjú sæt­in voru mark­miðið fyr­ir tíma­bilið, ég held við yrðum sátt­ir að ná því.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert