Stjarnan missti af stigum í titilbaráttunni

Þórarinn Ingi Valdimarsson leitar að samherja á Samsung-vellinum í kvöld.
Þórarinn Ingi Valdimarsson leitar að samherja á Samsung-vellinum í kvöld. Ljósmynd/Hari

Stjarnan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld er liðið gerði jafntefli við KA á heimavelli, 1:1. Þegar tvær umferðir eru eftir er topplið Vals með þriggja stiga forskot á Stjörnuna.

Valur er með 43 stig og mætir FH í Kaplakrika í næstsíðustu umferðinni á sunnudaginn en Stjarnan er með 40 stig og mætir ÍBV í Vestmannaeyjum. KA er með 25 stig og fer upp fyrir Grindavík og í sjötta sætið.

Liðin skiptust á að sækja í upphafi leiks og litu nokkur ágætistækifæri dagsins ljós, án þess að Aron Elí Gíslason og Haraldur Björnsson, markverðir liðanna, þyrftu að taka á honum stóra sínum. Heilt yfir var KA aðeins sterkari aðilinn framan af, en eftir því sem leið á hálfleikinn urðu Stjörnumenn betri.

Undir lok hálfleiksins fékk Stjarnan fín tækifæri. Á 42. mínútu kom það besta, Guðmundur Steinn Hafsteinsson átti þá góða stungusendingu á Hilmar Árna Halldórsson sem var einn gegn Aroni Elí en markmaðurinn ungi lokaði vel á hann og varði og var staðan í hálfleik markalaus, þrátt fyrir ágæta skemmtun.

Seinni hálfleikurinn fór mjög rólega af stað, en það voru gestirnir sem komust yfir á 62. mínútu. Daníel Hafsteinsson átti flotta stungusendingu á Elfar Árna Aðalsteinsson sem kláraði vel. Stuttu seinna fékk Ævar Ingi Jóhannesson gott tækifæri til að jafna en skot hans af stuttu færi var hársbreidd frá markinu.

Jöfnunarmarkið kom loks á 79. mínútu Sölvi Snær Guðbjargarson skallaði þá í netið úr nokkuð þröngu færi eftir fallega fyrirgjöf Alex Þórs Haukssonar. Stjörnumenn reyndu allt hvað þeir gátu til að skora mikilvægt sigurmark. Í blálokin varði Aron Elí ótrúlega vel frá Guðjóni Baldvinssyni og Sölvi Snær skoraði úr frákastinu, en hann var í rangstöðu og markið taldi ekki og skiptu liðin því með sér stigunum. 

Stjarnan 1:1 KA opna loka
90. mín. Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) á skalla sem er varinn Af stuttu færi, Aron ver ótrúlega vel! Sölvi setur boltann í netið eftir frákastið en það var dæmt af vegna rangstöðu. Dramatík!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert