Fjórir KA-menn í bann

Blikinn Jonathan Hendrickx verður í leikbanni gegn KA.
Blikinn Jonathan Hendrickx verður í leikbanni gegn KA. Eggert Jóhannesson

Fjór­ir af er­lendu leik­mönn­un­um í KA verða í leik­banni í lokaum­ferðinni gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu sem leik­in verður á laug­ar­dag­inn.

Á fundi ag­nefnd­ar KSÍ gær voru KA-menn­irn­ir Al­eks­and­ar Trn­inic, Archange Nkumu, Call­um Williams og Vla­dimir Tufegdzic all­ir úr­sk­urðaðir í eins leiks bann vegna fjög­urra gulra spjalda. Tveir leik­menn Blika taka einnig út leik­bann í leikn­um á móti KA, Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son og Jon­ath­an Hendrickx. Breiðablik á enn mögu­leika á Íslands­meist­ara­titl­in­um en þeir eru tveim­ur stig­um á eft­ir Val sem tek­ur á móti Kefl­vík­ing­um í lokaum­ferðinni.

Þá verða Stjörnu­menn­irn­ir Daní­el Lax­dal og Alex Þór Hauks­son í banni gegn FH en Stjörnu­menn eiga afar veika von um að hreppa Íslands­meist­ara­titil­inn en þeir eru í þriðja sæti, þrem­ur stig­um á eft­ir toppliði Vals.

Leik­menn­irn­ir sem voru úr­sk­urðaðir voru í bann og missa af leikj­um sinna liða í lokaum­ferðinni í Pepsi-deild­inni eru:

Al­eks­and­ar Trn­inic, KA
Archange Nkumu, KA
Call­um Williams , KA
Vla­dimir Tufegdzic, KA
Jon­ath­an Hendrickx, Breiðabliki
Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son, Breiðabliki
Daní­el Lax­dal, Stjörn­unni
Alex Þór Hauks­son, Stjörn­unni
Almarr Ormars­son, Fjölni
Hans Vikt­or Guðmunds­son, Fjölni
Ásgeir Börk­ur Ásgeirs­son, Fylki
Ólaf­ur Ingi Skúla­son, Fylki
Rodrigo Gó­mez, Grinda­vík
Yvan Erichot, ÍBV
Jörgen Rich­ardsen, Vík­ingi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka