Aldrei of gamall til að gera betur

Gunnleifur Gunnleifsson, 43 ára markvörður og fyrirliði Breiðabliks.
Gunnleifur Gunnleifsson, 43 ára markvörður og fyrirliði Breiðabliks. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, markvörður og fyr­irliði Breiðabliks, sagði eft­ir 4:0 sig­ur á KA í lokaum­ferð Pepsi-deild­ar karla að hann væri mjög stolt­ur af frammistöðu Kópa­vogsliðsins á tíma­bil­inu sem lauk í dag.

Blikar enduðu í öðru sæti deild­ar­inn­ar, tveim­ur stig­um á eft­ir Val og áttu mögu­leika á titl­in­um fyr­ir leiki dags­ins. Á dög­un­um töpuðu þeir fyr­ir Stjörn­unni í víta­spyrnu­keppni í úr­slita­leik bik­ar­keppn­inn­ar og enduðu því í öðru sæti í tveim­ur stærstu mót­um tíma­bils­ins.

Ertu sátt­ur eða svekkt­ur eft­ir að hafa endað í öðru sæti í bæði deild og bik­ar?

„Það er pínu­lítið svekk­elsi að enda í öðru sæti en maður er alltaf til­finn­inga­rík­ur eft­ir síðasta leik á tíma­bili. Ég er auðvitað stolt­ur af þessu tíma­bili að mörgu leyti. Við erum með flott lið og sam­held­inn hóp, þjálf­ar­arn­ir eru ofboðslega flott­ir og þetta gekk allt mjög vel hjá okk­ur í sum­ar. Það vantaði herslumun­inn í báðum keppn­um og nú þarf að finna út hvað þarf að gera til að bæta við það. Ann­ars er ég ofboðslega stolt­ur af strák­un­um og hópn­um í heild sinni,“ sagði Gunn­leif­ur við mbl.is.

Þið hljótið að horfa til baka á leik­ina gegn Val og Stjörn­unni og stig­in sem töpuðust þar?

„Já, það er hægt að tína til alls kon­ar hluti og það eru leik­irn­ir fjór­ir sem við töpuðum í sum­ar, gegn Val og Stjörn­unni, og það veg­ur auðvitað þungt. En svo er margt annað í þessu og það var stutt í þetta hjá okk­ur.“

Þú varst að ljúka enn einu tíma­bil­inu, 43 ára og ætl­ar að halda áfram. Hvernig líður þér í móts­lok?

„Bara vel, lík­am­inn er bara alltaf eins, mér fannst ég eiga ágæt­is­tíma­bil og er sam­mála fleir­um um það að ég hafi verið betri en í fyrra. Ég held að þetta hafi bara verið eitt af mín­um betri tíma­bil­um. Ég reyni alltaf að bæta mig á milli ára og það er eng­in ástæða til ann­ars en að það sé hægt. Kannski er það sú pró­senta sem vant­ar til þess að við vinn­um titla. Alla vega ætla ég að leggja mitt af mörk­um til þess, reyna að bæta mig frek­ar.

Maður er aldrei of gam­all til þess gera bet­ur. Þetta er mitt líf, fjöl­skyld­an og fót­bolt­inn, og ég get ekki hugsað mér að gera neitt annað á meðan ég get og ein­hver nenn­ir að hafa mig í marki þá er ég í þessu að ei­lífu.“

Gerðuð þið ykk­ur ein­hverj­ar von­ir um titil­inn fyr­ir leik­inn í dag?

„Já, það gerðum við svo sann­ar­lega. Fyrst og fremst þurft­um við þó að hugsa um sjálfa okk­ur og klára okk­ar leik. Liðið sýndi mik­inn þroska með því að koma í leik­inn eins og raun­in var og vinna hann sann­fær­andi. Við stóðum við okk­ar, svo veit maður ekki hvað hefði getað gerst. Það get­ur allt gerst í fót­bolta. En Vals­menn eru auðvitað verðskuldaðir Íslands­meist­ar­ar og við send­um þeim okk­ar bestu ham­ingjuósk­ir. Þeir voru með þetta í hendi sér, en við gerðum okk­ar.“

Vissuð þið hvernig staðan var á Hlíðar­enda?

„Já, í hálfleik spurðum við hvernig staðan væri. En maður skynjaði á stúk­unni í fyrri hálfleikn­um hvað var að ger­ast. Við hefðum ef­laust heyrt það strax inn á völl­inn ef Kefla­vík hefði kom­ist yfir,“ sagði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka