Silfurverðlaunin til Breiðabliks

Blikarnir Willum Þór Willumsson, Thomas Mikkelsen, Viktor Örn Margeirsson og …
Blikarnir Willum Þór Willumsson, Thomas Mikkelsen, Viktor Örn Margeirsson og Oliver Sigurjónsson fagna þriðja marki liðsins gegn KA í dag. Willum skoraði þá sitt annað mark í leiknum. mbl.is/Eggert

Breiðablik tryggði sér silf­ur­verðlaun­in í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu 2018 á sann­fær­andi hátt með því að sigra KA 4:0 í lokaum­ferðinni á Kópa­vogs­vell­in­um í dag.

Thom­as Mikk­el­sen skoraði fyrsta markið og Will­um Þór Will­umsson næstu tvö, 3:0 í hálfleik. Mikk­el­sen inn­siglaði síðan sig­ur­inn í seinni hálfleik.

Blikar enda því mótið með 44 stig, jafn­mörg og árið 2010 þegar þeir urðu Íslands­meist­ar­ar, en Vals­menn eru hins­veg­ar Íslands­meist­ar­ar 2018 með 46 stig eft­ir ör­ugg­an sig­ur á Kefla­vík, 4:1.

Blikar urðu að vinna 6:0 til að eiga mögu­leika á að vinna titil­inn ef Val­ur gerði jafn­tefli við Kefla­vík. Þeir fengu óska­byrj­un því strax á 4. mín­útu var dæmd víta­spyrna á KA þegar Gísli Eyj­ólfs­son stakk sér lag­lega inní víta­teig­inn og var felld­ur. Úr spyrn­unni skoraði Thom­as Mikk­el­sen af ör­yggi, 1:0.

Aron Bjarna­son fékk dauðafæri á 9. mín­útu til að koma Blik­um tveim­ur mörk­um yfir, hann fékk stungu­send­ingu frá Gísla, slapp einn upp að KA-mark­inu en skaut í stöng.

KA pressaði stíft í kjöl­farið og fékk ein­ar sex horn­spyrn­ur á 14 mín­útna kafla. Eft­ir eina þeirra varði Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son glæsi­lega frá Áka Sölva­syni af stuttu færi.

Á 28. mín­útu vann Aron Bjarna­son bolt­ann út við hliðarlínu, brunaði upp að enda­mörk­um vinstra meg­in og renndi bolt­an­um út í víta­teig­inn þar sem Will­um Þór Will­umsson skoraði með viðstöðulausu skoti, 2:0.

Þar með voru Blikar með öll tök á leikn­um og sóttu áfram af krafti við hvert tæki­færi. Á 36. mín­útu fengu þeir horn­spyrnu frá hægri, Mikk­el­sen skallaði bolt­ann inn að markteig þar sem Will­um Þór stýrði hon­um í netið með höfðinu, 3:0.

Aron Bjarna­son komst enn einu sinni í gegn rétt fyr­ir hlé en Aron Elí Gísla­son í KA-mark­inu varði vel frá hon­um.

Blikar voru áfram lík­legri til að skora í seinni hálfleikn­um og fjórða markið kom á 67. mín­útu. Aron Bjarna­son slapp enn laus vinstra meg­in í víta­teig KA og renndi bolt­an­um fyr­ir markið þar sem Mikk­el­sen kom á ferðinni og skoraði sitt annað mark, 4:0.

En þá voru von­irn­ar um Íslands­meist­ara­titil­inn löngu gufaðar upp á Kópa­vogs­velli, enda Val­ur með yf­ir­burðastöðu gegn Kefla­vík á sama tíma.

KA var með fjóra af er­lendu leik­mönn­um sín­um í leik­banni í dag og þrír af þeirra yngri mönn­um voru í fyrsta skipti í byrj­un­arliði í efstu deild.

Breiðablik 4:0 KA opna loka
skorar Breiðablik (54. mín.)
Mörk
fær gult spjald Oliver Sigurjónsson (73. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Hrvoje Barisic (45. mín.)
fær gult spjald Dario Canadjija (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 Dario Canadjija (Zrinjski) fær gult spjald
90
Dómarinn bætir 6 mínútum við leikinn.
86 Damir Muminovic (Breiðablik) á skot framhjá
Skýtur framhjá úr aukaspyrnu á góðum stað.
85 Breiðablik (Breiðablik) VAR
Blikar vilja víti og þetta var skoðað. Niðurstaðan er að ekkert er dæmt.
81 Kerim Memija (Zrinjski) kemur inn á
81 Mario Ticinovic (Zrinjski) fer af velli
81 Ágúst Orri Þorsteinsson (Breiðablik) kemur inn á
81 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
81
Leikmaður gestanna hneig niður. Lítur ekki vel út.
79 Franko Sabljic (Zrinjski) kemur inn á
79 Matija Malekinusic (Zrinjski) fer af velli
79 Matej Senic (Zrinjski) kemur inn á
79 Slobodan Jakovljevic (Zrinjski) fer af velli
75
Lítið að gerast þessa stundina. Blikar eru þó að reyna að sækja sér eitthvað. Þeir eru meira með boltann og gera atlögur. Vonandi fer það að skila sér. Þrjú mörk í viðbót duga til að sækja framlengingu.
73 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fær gult spjald
70 Nemanja Bilbija (Zrinjski) á skalla yfir
69
Höskuldur þarf aðhlynningu. Vonandi ekkert alvarlegt.
64 Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) kemur inn á
64 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
Fer meiddur af velli.
60 Mato Stanic (Zrinjski) kemur inn á
60 Tomislav Kis (Zrinjski) fer af velli
60 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot yfir
57 Klæmint Olsen (Breiðablik) á skalla í stöng
Dauðafæri eftir hornspyrnuna.
57 Breiðablik fær hornspyrnu
54 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
1:0 - Slobodan skorar hér sjálfsmark.
50 Tomislav Kis (Zrinjski) á skot yfir
46 Seinni hálfleikur hafinn
Gestirnir hefja síðari hálfleik.
46 Klæmint Olsen (Breiðablik) kemur inn á
46 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
45 Hálfleikur
Blikar fara með stöðuna 0:0 í hálfleik. Það er þó betra en staðan var eftir 45 mínútur í fyrri leiknum.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Davíð neglir boltanum að marki úr aukaspyrnunni sem fer í varnarvegginn og aftur fyrir. Hornspyrna.
45
Uppbótartími er amk. ein mínúta.
45 Hrvoje Barisic (Zrinjski) fær gult spjald
45
Aukaspyrna á flottum stað. Blikar geta gert eitthvað úr þessu.
43
Blikar skora frábært mark sem er dæmt af! Hárréttur dómur. Gísli skoraði eftir sendingu frá Jason en réttilega dæmd rangstaða.
41 Zrinjski fær hornspyrnu
36 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot yfir
Gísli í flottu færi en setur boltann yfir markið.
35 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar aðeins að vakna. Sækja hér hornspyrnu. Sjáum hvað gerist.
32 Tomislav Kis (Zrinjski) á skot yfir
Skaut yfir úr aukaspyrnu utan teigs.
28 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot yfir
Blikar vinna boltann á hættulegum stað. Gísli brunar upp miðjuna, gefur a Höskuld sem gefur aftur á Gísla en hann þrumar boltanum yfir markið.
26
Fyrsta alvöru sókn blika í þessum leik. Þeir komust upp að vítateig gestanna. það kom ekkert út úr þessu en þetta er jákvætt.
15 Zrinjski fær hornspyrnu
Kis í dauðafæri en Blikar ná að hreinsa í horn. Þetta lítur nú ekki vel út fyrir Breiðablik hér í byjrun því þeir liggja mjög aftarlega og skapa ekkert. Það er vonlaus staða ef þeir ætla að finna upp tap síðasta leiks.
13 Zrinjski fær hornspyrnu
10
Gestirnir komast í dauðafæri þar sem stungusending endar í fanginu á Brynjari Atla eftir glæsilegt úthlaup.
9
Bilbija reynir fast skot utan teigs sem vörnin tekur.
8
Róleg byrjun á leiknum.
6 Zrinjski fær hornspyrnu
Góð fyrirgjöf þar sem gestirnir komast í mjög hættulega stöðu en Blikar ná að hreinsa frá.
1 Leikur hafinn
Þá er síðari leikurinn hafinn.
0
Höskuldur Gunnlaugsson og Nemanja Bilbija fyrirliðar skiptast á fánum liðanna og takast í hendur. Nú er þetta alveg að hefjast. Blikar munu byrja með boltann.
0
Vallarþulurinn kynnir byrjunarliðin. Það eru núna 7 mínútur í að leikur hefjist. Fólk er farið að gera sig klárt í stúkunni fyrir vonandi skemmtilegan fótboltaleik.
0
Eins og fyrr segir unnu Zrinjski fyrri leikinn 6:2. Þetta er því ansi langsótt fyrir Breiðablik. 4:0 sigur kemur þeim í framlengingu eða fjögurra marka sigur. Vonum það besta fyrir okkar lið.
0
Blikar eru ekki með fullmannaðan varamannabekk hér í kvöld.
0
Fyrri leiknum í Bosníu lauk með öruggum sigri Zrinjski, 6:2.
0
Komiði sæl og blessuð og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá síðari leik Breiðabliks og Zrinjski í 3. umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Brynjar Atli Bragason. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Andri Rafn Yeoman (Klæmint Olsen 46). Miðja: Anton Logi Lúðvíksson, Oliver Sigurjónsson (Ágúst Orri Þorsteinsson 81), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson (Ágúst Eðvald Hlynsson 64), Davíð Ingvarsson.
Varamenn: Anton Ari Einarsson (M), Hilmar Þór Helgason (M), Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Ágúst Orri Þorsteinsson, Atli Þór Gunnarsson, Klæmint Olsen, Ágúst Eðvald Hlynsson, Kristófer Ingi Kristinsson, Ásgeir Helgi Orrason.

Zrinjski: (4-3-3) Mark: Marko Maric. Vörn: Josip Corluka, Slobodan Jakovljevic (Matej Senic 79), Hrvoje Barisic, Mario Ticinovic (Kerim Memija 81). Miðja: Antonio Ivancic, Tomislav Kis (Mato Stanic 60), Dario Canadjija. Sókn: Mario Cuze, Nemanja Bilbija, Matija Malekinusic (Franko Sabljic 79).
Varamenn: Omer Nir'on (M), Antonio Soldo (M), Ivan Jukic, Damir Zlimislic, Franko Sabljic, Tarik Ramic, Mato Stanic, Petar Misic, Antonio Prskalo, Ivica Batarelo, Kerim Memija, Matej Senic.

Skot: Breiðablik 6 (2) - Zrinjski 3 (0)
Horn: Breiðablik 3 - Zrinjski 4.

Lýsandi: Jón Kristinn Jónsson
Völlur: Kópavogsvöllur

Leikur hefst
17. ágú. 2023 17:30

Aðstæður:
Gola og skýjað.

Dómari: Anastasios Papapetrou, Grikklandi
Aðstoðardómarar: Tryfon Petropoulos og Iordanis Aptosoglou, Grikklandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka