Óttar Bjarni fer frá Stjörnunni

Óttar Bjarni Guðmundsson er í leit að nýju félagi.
Óttar Bjarni Guðmundsson er í leit að nýju félagi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Miðvörðurinn Óttar Bjarni Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við knattspyrnudeild Stjörnunnar um starfslok.

Óttar Bjarni kom til Stjörnunnar frá uppeldisfélagi sínu Leikni R. í upphafi ársins 2017. Á Facebook-síðu Stjörnunnar eru honum þökkuð góð störf.

Óttar Bjarni lék aðeins 10 deildarleiki í byrjunarliði Stjörnunnar á árunum tveimur í Garðabæ; 6 í fyrra en 4 í sumar. Alls kom hann við sögu í 17 deildarleikjum og sjö bikarleikjum á þessum árum en hann kveður Stjörnuna sem bikarmeistari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert