Gregg Ryder tekur við Þór

Gregg Ryder og Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, handsala …
Gregg Ryder og Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, handsala samninginn. Ljósmynd/Thorsport.is

Knattspyrnudeild Þórs réð í dag Gregg Ryder sem þjálfara meistaraflokks karla og tekur hann við liðinu af Lárusi Orra Sigurðssyni. Ryder var síðast þjálfari Þróttar Reykjavíkur og þar á undan aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. 

Ryder er aðeins þrítugur og kom hann Þrótti upp í efstu deild árið 2015, en féll árið eftir. Hann kom til Þróttar 2013 og gerði góða hluti, áður en hann hætti rétt fyrir nýliðið tímabil. 

Þór hafnaði í þriðja sæti Inkasso-deildarinnar í ár, fimm stigum á eftir ÍA og HK sem fóru upp í úrvalsdeild. 

Bjóðum Gregg velkominn til Þórs í von um að á Akureyri og í Þorpinu bíði hans góðir tímar á komandi árum," segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Þórs í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka