Völdu Gylfa Þór mann leiksins

Gylfi í baráttu við Florian Thauvin í gærkvöld.
Gylfi í baráttu við Florian Thauvin í gærkvöld. AFP

Sjónvarpsstöðin Eurosport valdi Gylfa Þór Sigurðsson, fyrirliða íslenska landsliðsins, mann leiksins þegar heimsmeistarar Frakka og Íslendingar gerðu 2:2 jafntefli í vináttuleik í Guingamp í gærkvöld.

Eurosport gaf leikmönnum liðanna einkunnir eftir leikinn og þar fékk Rúnar Alex Rúnarsson hæstu einkunn íslensku leikmannanna eða 8 en hann stóð á milli stanganna í fyrri hálfleiknum.

Einkunnir íslensku leikmannanna:

Rúnar Alex 8, Hólmar Örn Eyjólfsson 6, Kári Árnason 6, Ragnar Sigurðsson 6, Birkir Már Sævarsson 7, Jóhann Berg Guðmundsson 6, Rúnar Már Sigurjónsson 6, Birkir Bjarnason 7, Arnór Ingvi Traustason 7, Gylfi Þór Sigurðsson 7, Alfreð Finnbogason 7.

Markvörðurinn Hugo Lloris og varamaðurinn Kylian Mbappé fengu hæstu einkunn frönsku leikmannanna eða 8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert