Knattspyrnukonan Anna María Baldursdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna til þriggja ára en hún hefur spilað í Garðabænum allan sinn feril.
Anna María er 24 ára varnarmaður en hún spilað alla leiki Stjörnunnar á nýliðnu tímabili, bæði í deild og bikar. Hún á að baki 160 leiki fyrir félagið í deild, bikar og Evrópukeppnum. Þá á hún einnig níu landsleiki að baki og 29 leiki með yngri landsliðum.
Kristján Guðmundsson tók við stjórnartaumnum hjá Stjörnunni nýlega og ætlar hann greinilega Önnu áfram stórt hlutverk í liðinu.