Samúel kemur inn vegna meiðsla

Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðsson léttir í bragði á landsliðsæfingu.
Emil Hallfreðsson og Ragnar Sigurðsson léttir í bragði á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert

Samúel Kári Friðjónsson hefur verið kallaður úr U21-landsliðinu inn í A-landsliðið í knattspyrnu fyrir leikinn við Sviss í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli annað kvöld.

Erik Hamrén greindi frá þessu á blaðamannafundi sem stendur yfir á Laugardalsvelli. Eins og mbl.is greindi frá þá meiddist Guðlaugur Victor Pálsson í leiknum við heimsmeistara Frakklands á fimmtudagskvöld, er hann tognaði í læri. Hann er því ekki til taks á morgun. 

Emil Hallfreðsson er sömuleiðis úr leik á morgun, vegna hnémeiðsla sinna. Þá æfðu Rúnar Alex Rúnarsson og Birkir Már Sævarsson ekki í gær en Hamrén sagði að staða þeirra tveggja yrði skoðuð í dag.

Hörður Björgvin Magnússon hefur glímt við meiðsli en æfði í gær og verður vonandi klár í slaginn á morgun, að sögn Hamrén.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert