Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu þarf að horfa næstum 40 ár aftur í tímann til þess að finna jafn langa bið eftir sigri eins og nú. Tapið gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld þýðir það að Ísland hefur spilað 11 leiki án þess að vinna.
Þetta er versta hrina síðan íslenska landsliðið vann ekki í 17 leikjum í röð frá júlí 1977 og þangað til í júní 1980. Sigur vannst loksins þegar Ísland mætti Færeyjum sumarið 1980, tæpum þremur árum frá síðasta sigurleik sínum.
Leikirnir sem um ræðir eru þessir, en yfirlit um úrslit Íslands má sjá HÉR.
20.07.1977 Ísland – Svíþjóð 0:1
31.08.1977 Holland – Ísland 4:1
03.09.1977 Belgía – Ísland 4:0
21.09.1977 Norður-Írland – Ísland 2:0
28.06.1978 Ísland – Danmörk 0:0
03.09.1978 Ísland – Bandaríkin 0:0
06.09.1978 Ísland – Pólland 0:2
20.09.1978 Holland – Ísland 3:0
04.10.1978 Austur-Þýskaland – Ísland 3:1
22.05.1979 Sviss – Ísland 2:0
26.05.1979 Ísland – Vestur-Þýskaland 1:3
09.06.1979 Ísland – Sviss 1:2
05.09.1979 Ísland – Holland 0:4
12.09.1979 Ísland – Austur-Þýskaland 0:3
10.10.1979 Pólland – Ísland 2:0
02.06.1980 Ísland – Wales 0:4
26.06.1980 Ísland – Finland 2:1
30.06.1980 Ísland – Færeyjar 2:1
Leikir Íslands nú án sigurs:
23.03.2018 Mexíkó – Ísland 3:0
27.03.2018 Perú – Ísland 3:1
02.06.2018 Ísland – Noregur 2:3
07.06.2018 Ísland – Gana 2:2
16.06.2018 Argentína – Ísland 1:1
22.06.2018 Nígería – Ísland 2:0
26.06.2018 Króatía – Ísland 2:1
08.09.2018 Sviss – Ísland 6:0
11.09.2018 Ísland – Belgía 0:3
11.10.2018 Frakkland – Ísland 2:2
15.10.2018 Ísland – Sviss 1:2