Shaqiri var ekki stressaður

Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Shaqiri í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson sækir að Shaqiri í kvöld. AFP

„Það var mjög mikilvægt að ná í sigur, við vissum að það yrði erfitt að spila á þessum velli í þessum kulda á móti þessu liði og við erum mjög glaðir að fara heim með stigin þrjú,“ sagði Xherdan Shaqiri, sóknarmaður Liverpool og svissneska landsliðsins í fótbolta, við mbl.is eftir 2:1-sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. 

Hann segir sigurinn verðskuldaðan og að svissneska liðið hafi stjórnað leiknum.

„Það var mikilvægt fyrir okkur að koma inn í leikinn og stjórna honum eins og við gerðum. Við fengum góð færi og við áttum sigurinn skilið.“

Íslenska liðið var mun sterkara á síðustu mínútunum og hefði hæglega getað jafnað leikinn. Shaqiri segist ekki hafa stressað sig á því. 

„Við vorum ekki stressaðir, en íslenska liðið lagði allt í sölurnar síðustu tíu mínúturnar til að ná í stig. Svona er fótboltinn stundum. Síðustu tíu mínúturnar voru erfiðar en við hefðum getað komist í 3:0 fyrr í leiknum og klárað hann en það voru okkar mistök að hleypa þeim inn í leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert