Cecilía Rán til Fylkis

Fylkiskonur fagna sigri í Inkasso-deildinni.
Fylkiskonur fagna sigri í Inkasso-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fylkir, sem varð í efsta sæti í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í sumar og leikur í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð, hefur fengið til liðs við sig markvörðinn Cecilíu Rán Rúnarsdóttur frá Aftureldingu en hún varði mark Aftureldingar/Fram í 1. deildinni á nýliðnu keppnistímabili ásamt því að vera markvörður U17 ára landsliðsins.

Í fréttatilkynningu frá Fylki segir;

Cecilía, sem er fædd 2003, er að margra mati einn efnilegasti markvörður landsins og erum við Fylkisfólk í skýjunum með þennan öfluga liðsstyrk. Þrátt fyrir ungan aldur spilaði Cecilía 13 leiki í Inkasso-deildinni í sumar og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía er markvörður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað 6 leiki með liðinu.“

 „Cecilía hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 21 meistaraflokksleik í deild og bikar. Hún smellpassar inn í ungt og efnilegt lið okkar og erum við virkilega ánægð með að hafa fengið hana til liðs við okkur. Þá langar mig f.h. félagsins að þakka Aftureldingu sérstaklega fyrir gott samstarf vegna félagaskipta leikmannsins,“segir Kolbrún Arnardóttir í meistaraflokks ráðs kvenna hjá Fylki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert