Lára Kristín riftir við Stjörnuna

Lára Kristín Pedersen
Lára Kristín Pedersen mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnukonan Lára Kristín Pedersen er án félags, en hún rifti samningi sínum við Stjörnuna í lok síðasta tímabils. Lára átti frábært tímabil með Stjörnunni í sumar og var hún valin besti leikmaður Stjörnunnar á lokahófi félagsins í haust.

Lára, sem er fædd árið 1994, kom við sögu í 22 leikjum með Stjörnunni í bæði deild og bikar í sumar þar sem hún skoraði 2 mörk en hún á að baki 167 meistaraflokksleiki með Aftureldingu og Stjörnunni þar sem hún hefur skorað 16 mörk. Þá á hún einn A-landsleik á bakinu en hún er uppalin í Mosfellsbænum, þar sem hún spilaði frá árinu 2009 til ársins 2013. Hún samdi við Stjörnuna árið 2014 og hefur spilað með Garðbæingum síðan.

Lára telur ólíklegt að hún semji við Stjörnuna á nýjan leik en hún hefur rætt við önnur lið í efri hluta úrvalsdeildar kvenna og þá er líka möguleiki á því að hún spili erlendis á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Lára í samtali við Morgunblaðið í gær.

Stjarnan hafnaði í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna í sumar með 38 stig, átta stigum minna en topplið Breiðabliks, sem vann tvöfalt í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert