Sísí snýr heim - „Hjartað slær í Eyjum“

Sigríður Lára Garðarsdóttir fagnar marki með ÍBV.
Sigríður Lára Garðarsdóttir fagnar marki með ÍBV. Ljósmynd/Sigfús

Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, landsliðskona í knatt­spyrnu, hef­ur skrifað und­ir nýj­an samn­ing við ÍBV eft­ir að hafa síðustu mánuði verið hjá Lilleström og orðið Nor­egs­meist­ari með liðinu.

Þetta eru afar góðar frétt­ir fyr­ir ÍBV en Sísí, eins og hún er kölluð, hef­ur verið al­gjör lyk­ilmaður í Eyjaliðinu síðustu ár. Þess má geta að ÍBV á enn eft­ir að til­kynna um ráðningu nýs þjálf­ara fyr­ir næsta tíma­bil en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is mun Jón Ólaf­ur Daní­els­son taka við liðinu sem aðalþjálf­ari á nýj­an leik.

Sig­ríður Lára gekk í raðir Lilleström frá ÍBV í ág­úst síðastliðnum og gerði skamm­tíma­samn­ing við norska fé­lagið. Henni stóð til boða að vera áfram hjá Lilleström, sem komið er í 8-liða úr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu eft­ir að hafa slegið út Brönd­by og leik­ur bikar­úr­slita­leik­inn í Nor­egi 1. des­em­ber, en afþakkaði það.

„Ég er búin að skrifa und­ir samn­ing við ÍBV. Mig lang­ar bara að hjálpa mínu liði. Hjartað slær í Eyj­um,“ seg­ir Sig­ríður Lára, sem seg­ir það hins veg­ar hafa verið kær­komna lífs­reynslu að æfa og spila með besta liði Nor­egs, og kynn­ast því að vera at­vinnumaður í íþrótt­inni.

Sigríður Lára Garðarsdóttir með verðlaunagripinn sem Noregsmeistari með Lilleström.
Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir með verðlauna­grip­inn sem Nor­egs­meist­ari með Lilleström. Ljós­mynd/@​sisilarag

„Þetta var mjög skemmti­legt og líka krefj­andi. En ég er mjög heimakær. Það var erfitt að vera í burtu frá fjöl­skyld­unni og það er ein ástæða þess að ég er að koma heim. Það var samt mjög gott að prófa þetta. Ég fékk öðru­vísi reynslu og kynnt­ist ann­ars kon­ar fót­bolta sem þær spila. Þetta er virki­lega gott lið og mik­il gæði á æf­ing­um þarna.“

Sig­ríður Lára er kom­in til lands­ins og verður á landsliðsæfing­um um helg­ina, fyrstu æf­ing­un­um und­ir stjórn Jóns Þórs Hauks­son­ar og Ian Jeffs, aðstoðarþjálf­ara. Jeffs hef­ur verið aðalþjálf­ari kvennaliðs ÍBV síðustu ár en hætti nú í haust til að taka við sem aðstoðarþjálf­ari kvenna­landsliðsins, sam­hliða því að vera aðstoðarþjálf­ari karlaliðs ÍBV.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert