Framherjinn Jonathan Glenn er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik og mun leika með liðinu í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar.
Glenn kemur frá Trínidad og Tóbagó og er 31 árs gamall en hann á sex landsleiki að baki fyrir þjóð sína. Hann kom fyrst til ÍBV árið 2014 og sló í gegn með liðinu en hann gerði 16 mörk í 32 leikjum fyrir Eyjamenn í efstu deild. Fór hann frá ÍBV til Breiðabliks, þar sem hann skoraði 8 mörk í 23 leikjum í deildinni, og þaðan til Bandaríkjanna.
Glenn snéri aftur til Íslands síðasta sumar og skoraði þá 6 mörk fyrir Fylki í 13 leikjum í Pepsi-deild karla, og auk þess eitt mark í bikarkeppninni.