Annar Bliki til Midtjylland

Nikola Djuric á æfingasvæði Midtjylland.
Nikola Djuric á æfingasvæði Midtjylland. Ljósmynd/fcm.dk

Danska knatt­spyrnu­fé­lagið Midtjyl­l­and, sem er ríkj­andi meist­ari í Dan­mörku, hef­ur fengið til sín ann­an leik­mann­inn frá Breiðabliki á þessu ári.

Það er 17 ára sókn­ar- eða kant­maður, Ni­kola Djuric, sem á að baki fjóra leiki með U17 ára landsliði Íslands, sem hef­ur samið við Midtjyl­l­and en fé­lagið grein­ir frá þessu á heimasíðu sinni.

Í sum­ar fékk Midtjyl­l­and til sín 18 ára markvörð frá Breiðabliki, Elías Rafn Ólafs­son, og þriðji Íslend­ing­ur­inn sem er á mála hjá fé­lag­inu er Mika­el And­er­son, leikmaður 21-árs landsliðs Íslands. Hann er hins­veg­ar í láni hjá Excelsi­or í hol­lensku úr­vals­deild­inni.

Flemm­ing Broe, yf­ir­maður aka­demíu Midtjyl­l­and, seg­ir um Ni­kola Djuric: „Hann er fjöl­hæf­ur sókn­ar­maður sem kann best við sig á vinstri kant­in­um en get­ur líka leikið sem fremsti maður. Hann er með góða tækni, með rétt­an hugs­un­ar­hátt gagn­vart æf­ing­um og keppni, og á Íslandi hef­ur hann bæði skorað mikið af mörk­um og lagt þau upp," seg­ir Broe á vef Midtjyl­l­and.

Þess má geta að yngri bróðir Ni­kola, Danij­el Dej­an Djuric, hef­ur þegar leikið 14 leiki fyr­ir yngri landslið Íslands en hann er aðeins 15 ára gam­all.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka