Geir býður sig fram til formanns KSÍ

Geir Þorsteinsson gegndi embætti formanns KSÍ á árunum 2007 til …
Geir Þorsteinsson gegndi embætti formanns KSÍ á árunum 2007 til ársins 2017. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á nýjan leik en þetta staðfesti hann í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í dag. Geir var formaður KSÍ á árunum 2007 til ársins 2017 en steig til hliðar árið 2017. 

Guðni Bergsson tók við sem formaður KSÍ eftir að hann hafði betur gegn Birni Einarssyni á ársþingi sambandsins í febrúar 2017 sem haldið var í Vestmannaeyjum. Guðni hefur gegnt embættinu undanfarin tvö ár og hyggst sækjast eftir endurkjöri en næsta ársþing sambandsins verður haldið 9. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér aftur í embætti formanns KSÍ. Aðalástæðan fyrir því er að ástríðan og áhuginn er svo sannarlega enn þá til staðar,“ sagði Geir í samtali við útvarpsþátt Fótbolta.net í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert