Daníel til reynslu hjá SønderjyskE

Daníel Hafsteinsson í leik með KA gegn FH á síðustu …
Daníel Hafsteinsson í leik með KA gegn FH á síðustu leiktíð. mbl.is/Valgarður Gíslason

KA-maðurinn Daníel Hafsteinsson verður þessa viku til skoðunar hjá danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE en frá þessu er greint á heimasíðu danska liðsins.

Daníel er 19 ára gamall miðjumaður sem sló í gegn með KA-liðinu á síðustu leiktíð en hann lék 20 af 22 leikjum Akureyrarliðsins í Pepsi-deildinni og skoraði í þeim 3 mörk. Daníel hefur leikið með öllum yngri landsliðunum og á að baki leiki með U21 ára liðinu.

Einn Íslendingur er á mála hjá SønderjyskE en það er Eggert Gunnþór Jónsson sem hefur spilað 17 af 20 leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en SønderjyskE er í 11. sæti af 14 liðum í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert