Tryggvi aftur til Skagamanna

Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með 21-árs landsliðinu.
Tryggvi Hrafn Haraldsson í leik með 21-árs landsliðinu. mbl.is/Golli

Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson er kominn til liðs við Skagamenn á nýjan leik eftir að hafa leikið með sænska liðinu Halmstad frá því í ágúst 2017. Frá þessu er greint á vef ÍA.

Tryggvi er 22 ára sóknarmaður og lék 33 leiki með ÍA í úrvalsdeildinni og skoraði 6 mörk áður en hann fór til Halmstad. Þar spilaði hann 9 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði 2 mörk á síðustu mánuðum tímabilsins 2017 en lið hans féll. Tryggvi spilaði með Halmstad í B-deildinni á árinu 2018 þar sem hann lék 18 leiki og skoraði eitt mark.

Tryggvi á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað eitt mark. Hann spilaði enn fremur 13 leiki með 21-árs landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert