Halla Margrét til HK/Víkings

Halla Margrét Hinriksdóttir
Halla Margrét Hinriksdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK/Víkingur hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í Pepsí-deild kvenna næsta sumar því Halla Margrét Hinriksdóttir er gengin í raðir liðsins. 

Þetta kemur fram á Facebook-síðu HK/Víkings. Halla Margrét er 24 ára gömul og leikur stöðu markvarðar. Halla á að baki sextán leiki í efstu deild, en síðast spilaði hún einn leik fyrir Breiðablik sumarið 2014. 

Halla er uppalin hjá Aftureldingu og gerði tveggja ára samning við HK/Víking, en liðið kom nokkuð á óvart sem nýliði í deildinni síðasta sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert