Elín Metta með tvö í sigri Vals

Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld.
Elín Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur hafði betur gegn Stjörnunni 3:0 í fyrsta leik Lengjubikarkeppni kvenna í knattspyrnu en liðin áttust við í Kórnum í kvöld.

Elín Metta Jensen skoraði fyrsta mark Vals á 41. mínútu og staðan var 1:0 í hálfleik. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, sem kom inn á sem varamaður, bætti við öðru marki á 79. mínútu og Elín Metta innsiglaði sigur Vals með sínu öðru marki á 83. mínútu leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert