Öruggt hjá U17 gegn Írlandi

Ída Marín Hermannsdóttir, ein af markaskorurum íslenska liðsins, á fleygiferð …
Ída Marín Hermannsdóttir, ein af markaskorurum íslenska liðsins, á fleygiferð gegn Írum í Fífunni í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann í dag 3:0-sigur gegn Írlandi í vináttulandsleik í Fífunni í Kópavogi í dag.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Andrea Marý Sigurjónsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 65. mínútu.

Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu íslenska liðsins, fimm mínútum síðar, og það var svo Þórhildur Þórhallsdóttir sem innsiglaði sigur íslenska liðsins með marki á 86. mínútu. Liðin mætast á nýjan leik í Kórnum á miðvikudaginn kemur en sá leikur hefst klukkan 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert