Glímir við matarfíkn - Laug að Frey

Lára Kristín Pedersen hefur verið meðal bestu miðjumanna Pepsi-deildarinnar síðustu …
Lára Kristín Pedersen hefur verið meðal bestu miðjumanna Pepsi-deildarinnar síðustu ár þrátt fyrir veikindi sín. mbl.is/Eggert

Lára Krist­ín Peder­sen, leikmaður Þórs/​KA og einn besti miðjumaður Pepsi-deild­ar­inn­ar, hef­ur glímt við matarfíkn í mörg ár og meðal ann­ars sleppt landsliðsæfing­um og Evr­ópu­leik af þeim sök­um.

Lára Krist­ín opn­ar sig um málið í viðtali við hlaðvarpsþátt­inn Miðjuna í dag þar sem hún lýs­ir veik­ind­um sín­um, ár­un­um áður en hún áttaði sig á vand­an­um og glím­unni við að halda fíkn­inni í skefj­um. Hún hef­ur unnið tvo Íslands­meist­ara­titla og tvo bikar­meist­ara­titla með Stjörn­unni en þessi 24 ára knatt­spyrnu­kona hef­ur misst af fjölda æf­inga og jafn­vel leikj­um í gegn­um tíðina vegna sinna veik­inda.

„Ég get ekki al­veg sagt til um akkúrat hvenær [ég áttaði mig á því að ég væri með matarfíkn]. Þetta er oft ferli sem tek­ur nokk­ur ár að átta sig á, og oft ára­tugi hjá fólki, þar sem að þetta er ekki það fyrsta sem maður sæk­ir í, að vilja kalla sig fíkil. Ég var rétt und­ir tví­tugu þegar ég fór að hugsa að þetta væri alls ekki eðli­leg hegðun, og fór að skoða þetta bet­ur,“ seg­ir Lára Krist­ín í viðtal­inu við Magnús Má Ein­ars­son, rit­stjóra Fót­bolta.net.

Stal mat af stelp­un­um sem hún bjó með

„Hvernig lýs­ir þetta sér? Óeðli­legt sam­band við mat. Óeðli­leg hegðun í kring­um mat. Óeðli­leg löng­un. Þetta er svo hegðun­ar­tengd fíkn. Þetta er ekki bara það að manni finn­ist gott að borða, maður breyt­ir allri sinni hegðun í kring­um mat,“ seg­ir Lára Krist­ín og nefn­ir sem dæmi dvöl sína í Banda­ríkj­un­um þegar hún var í há­skóla­bolt­an­um:

„Maður er alltaf í fel­um. Felu­leik­ur­inn varðandi mat byrjaði fyrst þegar ég var í há­skóla­bolt­an­um í Banda­ríkj­un­um. Ég bjó með sjö öðrum stelp­um, svo við vor­um átta sam­an í stóru húsi. Öll mín dvöl þarna sner­ist um að tryggja að eng­inn væri stadd­ur í hús­inu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Ekki holl­an mat, maður treður bara ein­hverju í sig sem gef­ur mesta „kickið“. Ég var líka ánægð með að búa með sjö stelp­um því ég var alltaf að stela mat og gat þá dreift því á milli þeirra. Það hefði kom­ist upp um mig ef ég hefði bara búið með tveim­ur. Ég myndi ekki stela svo mikið sem penna af þess­um stelp­um en það var ekk­ert mál fyr­ir mig að stela eða ljúga [til að kom­ast í mat].“

Lára Kristín Pedersen skallar boltann í leik með Stjörnunni. Hún …
Lára Krist­ín Peder­sen skall­ar bolt­ann í leik með Stjörn­unni. Hún skipti yfir til Þórs/​KA í vet­ur. mbl.is/​Eggert

Sleppti Evr­ópu­leik og landsliðsæfing­um

Lára Krist­ín kveðst hafa hætt að mæta í skóla og á æf­ing­ar en mætt skiln­ingi þjálf­ara sinna, bæði í Banda­ríkj­un­um og svo hjá Stjörn­unni sem hún lék með frá 2014-2018. Hún hafi lengi talið að um þung­lyndi væri að ræða og notað það sem af­sök­un sem þjálf­ar­arn­ir hafi sýnt skiln­ing. Hún sleppti til að mynda Evr­ópu­leik í Rússlandi und­ir lok árs 2014: „Þetta var fyrsti skell­ur­inn, þegar kem­ur að fót­bolta­ferl­in­um. Ég spilaði ekki þenn­an leik því ég treysti mér ekki til þess,“ seg­ir Lára Krist­ín, og bæt­ir við að fíkn­in hafi einnig haft áhrif á veru henn­ar í landsliðinu:

„Ég hef tvisvar ef ekki þris­var þurft að hitta Freysa [Frey Al­ex­and­ers­son, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ara] fyr­ir landsliðsæfing­ar sem ég var boðuð á og treysti mér ekki á. Þá var ég búin að liggja á beit í marg­ar vik­ur áður en ég átti að mæta, og í raun­inni bara lýg að hon­um að ég sé þung­lynd og geti ekki mætt á æf­ingu. Hann sýndi því skiln­ing,“ seg­ir Lára.

Tengdi við áfeng­is­fíkn­ina

Stein­inn tók úr seint á tíma­bil­inu 2015 þegar hún missti sæti sitt í byrj­un­arliði Stjörn­unn­ar. Í kjöl­farið las Lára viðtal við Þórð Inga­son, þáver­andi markvörð Fjöln­is og nú Vík­ings R., sem lýsti áfeng­is­fíkn sinni. Lára kveðst hafa tengt við margt í því viðtali nema hvað fíkn henn­ar var í mat en ekki áfengi. Hún hafi leitað sér upp­lýs­inga og í kjöl­farið aðstoðar sem hún hafi fundið hjá konu sem reki matarfíkni­miðstöð á Íslandi. Þar hafi hún fundið var­an­lega lausn sem hún vinni í á hverj­um degi:

„Þetta kall­ast frá­hald, þar sem maður held­ur sig frá ákveðnum mat­ar­teg­und­um sem valda matarfíkn. Svo vigt­ar maður all­an sinn mat, borðar þrjár máltíðir en vigt­ar þær upp á gramm,“ seg­ir Lára sem þarf alltaf að vera meðvituð um fíkn­ina: „Ég hef ekki farið í gegn­um þessi tvö ár án þess að mis­stíga mig. Þetta er ferli sem maður þarf að vinna í á hverj­um degi.“

Viðtalið má hlusta á með því að smella hér.

Lára Kristín Pedersen í Evrópuleik með Stjörnunni en hún sleppti …
Lára Krist­ín Peder­sen í Evr­ópu­leik með Stjörn­unni en hún sleppti eitt sinn Evr­ópu­leik vegna fíkn­ar sinn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert