Knattspyrnumaðurinn Arnór Breki Ásþórsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu tveggja ára og gildir samningurinn til ársins 2021.
Arnór Breki, sem er fæddur árið 1998, er öflugur vinstri bakvörður sem á að baki landsleiki með U-21 og U-17 ára landsliðum Íslands.
Arnór á að baki 68 meistaraflokksleiki með Fjölni og Aftureldingu þar sem hann hefur skorað sex mörk en hann á að baki 10 meistaraflokksleiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað eitt mark.