Valur er enn með fullt hús stiga í A-deild Lengjubikars kvenna í fótbolta eftir 2:1-sigur á Þór/KA á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, kom Þór/KA yfir með marki á 38. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og staðan í hálfleik var 1:1.
Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen kom inn á í hálfleik hjá Val og skoraði sigurmarkið á 67. mínútu. Valur er með níu stig í toppsæti riðilsins og Þór/KA í fjórða sæti með eitt stig.