#FyrirBjarka - myndskeið

Bjarki Már Sigvaldason í leik með HK.
Bjarki Már Sigvaldason í leik með HK.

Bjarki Már Sigvaldason, fyrrverandi knattspyrnumaður í HK, hefur glímt við krabbamein í rúmlega sex ár og hefur vakið mikla athygli fyrir kraftmikla baráttu sína við veikindin.

Félagar hans, Vilhjálmur Siggeirsson og Þórhallur Siggeirsson, hafa nú sett saman 17 mínútna langt myndband um Bjarka sem knattspyrnumann, #FyrirBjarka, þar sem sjá má mörg myndskeið og myndir frá leikjum hans í yngri flokkum og upp í meistaraflokk og rætt er við þjálfara og samherja um hann, en Bjarki var af mörgum talinn besti leikmaðurinn í 1987-árganginum á landinu og var í stóru hlutverki með U17 ára landsliði Íslands.

Um leið er vakin athygli á söfnunarreikningi Bjarka fyrir þá sem vilja leggja honum og fjölskyldu hans lið í baráttunni. B: 130-26-20898 / KT: 120487-2729

Myndbandið má skoða hér:

#FyrirBjarka 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert