Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður CSKA Moskva í Rússlandi, gaf landsliðsbónus sinn fyrir síðasta landsliðsverkefni í Minningarsjóð Einars Darra.
Samkvæmt tölum frá KSÍ fá landsliðsmenn um 300 þúsund krónur fyrir sigurleik, en Ísland vann Andorra 2:0 á föstudag í undankeppni EM en tapaði svo 4:0 fyrir Frakklandi á mánudag.
„Mér finnst mikilægt að styðja við það góða starf sem verið er að vinna,“ er haft eftir Arnóri en það var vefur Skagafrétta sem greindi fyrst frá.
„Stuðningurinn frá þér er okkur virkilega dýrmætur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Minningarsjóðs Einars Darra.