Castillion samdi við Fylki

Geoffrey Castillion mun leika með Fylkismönnum í sumar.
Geoffrey Castillion mun leika með Fylkismönnum í sumar. mbl.is/Valli

Framherjinn Geoffrey Castillion mun leik með Fylki í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu í sumar en þetta staðfesti félagið á Twitter síðu sinni í dag. Castillion kemur til Fylkismanna frá FH og skrifar hann undir lánssamning við Árbæinga út tímabilið.

Castillion gekk til liðs við FH frá Víkingi Reykjavík haustið 2017 en hann byrjaði sumarið 2018 illa með Hafnfirðingum og var að lokum lánaðar aftur í Víkina þar sem hann skoraði 6 mörk í átta leikjum.

Hollenski framherjinn, sem er 27 ára gamall á að baki 34 leiki í efstu deild hér á landi með FH og Víkingi þar sem hann hefur skorað 18 mörk. Fylkismenn enduðu í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en félagið ætlar sér að gera mun betur í deildinni í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka