Skipti í brú og á dekki

Srdjan Tufegdzic
Srdjan Tufegdzic mbl.is/Sigfús Gunnar

Grindavík mætir til leiks með gjörbreytt lið og nýjan þjálfara frá síðasta sumri. Liðið náði frábærum árangri þegar það sneri aftur í efstu deild árið 2017 og endaði í 5. sæti, og í fyrra var liðið lengi vel í baráttu um Evrópusæti. Þeir gulklæddu enduðu hins vegar í 10. sæti, eftir að hafa fengið tvö stig í síðustu sjö umferðunum, og gætu þurft að berjast á þeim slóðum í sumar.

Srdjan Tufegdzic, sem alltaf er kallaður Túfa, er tekinn við Grindvíkingum en þessi 39 ára gamli Serbi hafði búið á Akureyri síðustu 13 ár þar sem hann var leikmaður og svo þjálfari KA. Túfa var vel liðinn í KA-heimilinu en þarf nú að sanna sig í nýju umhverfi með mannskap sem er að mörgu leyti óskrifað blað.

Grindavík hefur horft á eftir hálfu byrjunarliði sínu frá síðustu leiktíð; nokkrum sannkölluðum burðarásum. Sam Hewson er horfinn af miðjunni, Björn Berg Bryde, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og pílukastarinn Matthías Örn Friðriksson allir farnir úr vörninni, Kristijan Jajalo úr markinu og José Sito úr sókninni, og raunar mætti áfram telja.

Í Grindavík ríkir hins vegar metnaður til þess að leika í efstu deild og brugðist hefur verið við brottfallinu. Í markið er kominn reyndur landi þjálfarans, Vladan Djogatovic, en þessi 34 ára gamli markvörður hefur leikið í efstu og næstefstu deild Serbíu um langt árabil. Fyrir framan Djogatovic eru mættir nýir miðverðir; Skotinn Marc McAusland og Króatinn Josip Zeba. 

Sjá grein­ina í heild í blaðinu Fót­bolt­inn 2019 sem fylg­ir Morg­un­blaðinu í dag en þar er fjallað ít­ar­lega um Íslands­mót karla og kvenna sem hefst með viður­eign karlaliða Vals og Vík­ings í kvöld. Grindavík og Breiðablik mætast á morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert