Sanngjarn Blikasigur í Grindavík

Thomas Mikkelsen og Gunnar Þorsteinsson.
Thomas Mikkelsen og Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Breiðablik vann sann­gjarn­an útisig­ur á Grinda­vík í fyrstu um­ferð Pepsi Max deild­ar karla í dag. Aron Bjarna­son kom Blik­um yfir um miðbik síðari hálfleiks­ins með frá­bæru skoti áður en Kol­beinn Þórðar­son inn­siglaði sig­ur­inn í upp­bóta­tíma.

Tveir nýliðar Breiðabliks sem gengu til liðs við fé­lagið á dög­un­um byrjuðu báðir, þeir Guðjón Pét­ur Lýðsson og Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son. Fyrri hálfleik­ur­inn var spenn­andi og bæði lið fengu færi til að skora. Næst komst Damir Mum­in­ovic strax í upp­hafi en skot hans af stuttu færi fór yfir. Vikt­or Örn Mar­geirs­son átti einnig til­raun af stuttu færi en hún endaði í stöng­inni.

Blikar byrjuðu síðari hálfleik­inn bet­ur og voru kant­menn þeirra sér­stak­lega hættu­leg­ir. Það var svo Aron Bjarna­son sem skoraði markið eft­ir góða send­ingu frá Jon­ath­an Hendrickx.

Grind­vík­ing­ar fengu hálf­færi en náðu ekki að ógna marki Blika nægi­lega og í upp­bóta­tíma inn­siglaði Kol­beinn Þórðar­son sig­ur­inn með góðu skoti frá víta­teigs­lín­unni. Loka­töl­ur urðu því 0:2.

Grinda­vík 0:2 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Aron Bjarnason (62. mín.)
skorar Breiðablik (90. mín.)
fær gult spjald René Joensen (50. mín.)
fær gult spjald Patrick N'Koyi (80. mín.)
fær gult spjald Rodrigo Gómez (86. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Thomas Mikkelsen (55. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með sanngjörnum 0:2 sigri Breiðabliks.
90 MARK! Breiðablik (Breiðablik) skorar
0:2 Kolbeinn skorar með skoti af vítateigslínunni niður í nærhornið.
90 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Skyndisókn! Fyrst reynir Hendrickx skot en Vladan ver. Aron nær frákastinu en skot hans yfir.
90
3 mínútum bætt við.
90 Marc McAusland (Grindavík) á skot sem er varið
McAusland reynir skot af um 40 metra færi en Gunnlaugur heldur boltanum. Hugmyndasnautt þessar mínúturnar.
88
Grindvíkingar ná ekki að byggja upp sérlega mikla pressu hér í lokin.
87 Dagur Ingi Hammer (Grindavík) kemur inn á
87 Aron Jóhannsson (Grindavík) fer af velli
86 Guðmundur B. Guðjónsson (Breiðablik) kemur inn á
86 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) fer af velli
86 Rodrigo Gómez (Grindavík) fær gult spjald
Fyrir brot.
85 Rodrigo Gómez (Grindavík) á skot framhjá
Fær boltann fyrir utan teig en skotið hættulaust.
81 Alexander V. Þórarinsson (Grindavík) kemur inn á
81 René Joensen (Grindavík) fer af velli
81 Damir Muminovic (Breiðablik) á skot framhjá
Damir reynir að ná til boltans á fjærstöng eftir fyrirgjöf Arons en hittir boltann ekki alveg.
80 Patrick N'Koyi (Grindavík) fær gult spjald
Sparkar hér í höfuð Hendrickx þegar hann reynir að ná til boltans og fær gult spjald.
75 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fer af velli
71 Aron Jóhannsson (Grindavík) á skot framhjá
Aron fær boltann eftir hamagang í teignum og skýtur en boltinn var skoppandi og skotið fer framhjá markinu. Þarna á undan lenti þeim N'Koyi og Viktori Erni saman þar sem báðir vildu fá brot á hinn en ekkert dæmt.
70 Grindavík fær hornspyrnu
Hættulegt! Fín sókn hjá Grindavík endar með fyrirgjöf sem Blikar hreinsa í horn.
68 Aron Jóhannsson (Grindavík) á skot framhjá
Aron reynir skot með vinstri fyrir utan teig en rétt framhjá.
65 Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) kemur inn á
65 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
62 MARK! Aron Bjarnason (Breiðablik) skorar
0:1 Snögg sókn Breiðabliks endar í marki. Höskuldur gefur boltann innfyrir vinstra megin á Aron. Fyrsta snertingin er fullkomlega vigtuð og slúttið er fast með vinstri fæti alveg út við fjærstöngina. Það voru gæði í þessu marki.
59
Fín Blikasókn endar með fyrirgjöf frá vinstri á fjærstöng þar sem Mikkelsen skallar fyrir markið. Þar er Höskuldur í baráttu við Vladan markvörð en Höskuldur er dæmdur brotlegur.
56 Breiðablik fær hornspyrnu
Aftur vinnur Aron hornspyrnu vinstra megin.
55 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fær gult spjald
Mikkelsen fær spjald hér fyrir brot sýndist mér.
52 Breiðablik fær hornspyrnu
Aron er sprækur þessar upphafsmínútur og sækir hornspyrnu.
51
Blikar reyna útfærslu af æfingavæðinu í þessari aukaspyrnu en það misheppnast herfilega.
50 René Joensen (Grindavík) fær gult spjald
René straujar Arnar Svein úti við hægri hornfána og fær að sjá gulu oststneiðina hjá dómaranum.
49 Breiðablik fær hornspyrnu
Hendrickx sækir hornspyrnu vinstra megin.
48
Fín sókn hjá Grindavík en Gunnar er flaggaður rangstæður þarna.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Grindvíkingar byrja með boltann og eru nú með vindi. Þeir sækja strax en boltinn endar í höndunum á Gunnleifi.
45 Hálfleikur
Hálfleikur! 0:0 í baráttuleik.
42 Vladimir Tufegdzic (Grindavík) á skot sem er varið
Tufegdzic fær stungusendingu og rennir sér á boltann og er á undan Gunnlaugi í markinu. Boltinn rúllar í átt að marki en varnarmaður Blika bjargar á markteig. Góður kafli hjá Grindvíkingum hér.
42
Elías fær sendingu upp í horn og neglir lágri fyrirgjöf fyrir markið en enginn Grindvíkingur nær til boltans. Í staðin er það Hendrickx sem bjargar.
41 Patrick N'Koyi (Grindavík) á skot framhjá
N'Koyi fær stungusendingu innfyrir en boltinn er skoppandi og færið talsvert erfitt og skotið er eftir því. Hættulaust.
41
Grindvíkingar ná að bíta sig fasta á vallarhelmingi Blika og reyna fyrirgjafir en Blikar verjast fimlega.
38 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Höskuldur með skot af löngu færi en boltinn fer í Mikkelsen og afturfyrir.
36 Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) á skot í stöng
Stöngin! Aron með þrumuskot frá vinstri og svo sýndist mér Viktor Örn á fjærstönginni reyna að stýra boltanum inn en þrumar í stöngina og út. Stórhættulegt færi!
34
Hendrickx reynir skot af löngu færi en beint í varnarmann. Mikill hraði og barátta þessar síðustu mínútur.
30 Grindavík fær hornspyrnu
Glæsileg skyndisókn Grindavíkur upp vinstri kantinn en sending N'Koyis á Elías er aðeins of löng. En þeir vinna hornspyrnu.
28 Alexander H. Sigurðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Guðjón Pétur tekur við boltanum á D-boganum, leggur boltann svo varlega út á Alexander en skot hans hátt yfir.
26
Miðjumoð þessa stundina og vindurinn er að búa til mörg innköst á miðjum vellinum.
21 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fínt spil hjá Blikum endar með að Höskuldur skýtur en Vladan ver.
19 Breiðablik fær hornspyrnu
Oooog sú þriðja. En ekkert kemur úr þessu.
19 Breiðablik fær hornspyrnu
Önnur hornspyrna vinstra megin.
19 Breiðablik fær hornspyrnu
17
Blikar betri þessar fyrstu mínútur en Grindvíkingar spila boltanum vel á milli sín þegar þeir fá tækifæri til.
15
Alexander brýtur af sér á miðjunni en liggur síðan eftir og virðist eitthvað þjáður.
12 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Skalli en beint í hendurnar á Vladan.
11 Aron Bjarnason (Breiðablik) á skot framhjá
Aron keyrir inn af vinstri kanti og reynir skot en rétt yfir markið.
10 Sigurjón Rúnarsson (Grindavík) á skalla sem fer framhjá
Elías vinnur aukaspyrnu á vinstri kanti. Spyrnan kemur inn á teiginn þar sem Sigurjón skallar en hættulaust framhjá.
7 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) á skot framhjá
Mikkelsen vinnur boltann á miðjunni, keyrir að teignum og reynir skot með jörðinni en talsvert framhjá.
4
Mark! En nei. Joensen var rangstæður þarna eftir fyrirgjöf frá hægri.
2 Damir Muminovic (Breiðablik) á skot framhjá
Guðjón tekur fasta hornspyrnu á nærstöng þar sem Damir þrumar í boltann en aðeins yfir markið.
2 Breiðablik fær hornspyrnu
Sókn upp hægri kantinn endar í hornspyrnu.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt frá sjónum.
0
Liðin ganga nú inn á völlinn. Grindvíkingar í sínum hefðbundnu gulu búningum, bláum stuttbuxum og sokkum. Blikar í upphitunartreyjunum.
0
Flöggin standa enn nokkuð stíft út frá fánastöngunum og skýjunum hefur fjölgað. En veðrið breytist hratt og ég útiloka enn ekki sólskin á eftir. En miðað við vindhraða þá held ég að það muni reynast báðum liðum gæfuríkara að spila boltanum með jörðinni. Meginlandsfótbolta frekar en háloftabolta.
0
Gústi Gylfa nýtir upphitunina í að drilla varnarlínuna. Ekki seinna vænna sennilega. En miðað við hana verður Arnar Sveinn í hægri bakverði og Hendrickx í þeim vinstri.
0
Líklegast er að Blikar spili þannig að Hendrickx og Arnar Sveinn verði í bakvörðunum. Damir og Viktor Örn í miðvörðum. Guðjón, Andri Rafn og Alexander Helgi á miðjunni. Aron Bjarna og Höskuldur á köntunum og Thomas Mikkelsen frammi. 4-3-3 Gústi Gylfa style.
0
Ég lenti á spjalli við gamlan skipstjóra á leið minni upp í blaðamannastúkuna. Hann sagði mér að mórallinn í Grindavíkurliðinu væri góður og að menn séu allir að horfa í sömu áttina - eins og sjómennirnir þurfa allir að horfa í stafninn á skipinu.
0
Breytingar einkenna einnig lið Breiðabliks. Í byrjunarliðinu eru þeir Arnar Sveinn Geirsson sem kom frá Íslandsmeistaraliði Vals. Spurningin er hvort hann eða Jonathan Hendricx verði í hægri bakverðinum. Kwame Quee er á bekknum en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík. Guðjón Pétur Lýðsson sem kom frá KA á dögunum er einnig í byrjunarliðinu og það sama gildir um Höskuld Gunnlaugsson sem er nýlentur frá Hallandi á Suðvesturströnd Svíþjóðar, nánar tiltekið bænum Halmstad.
0
Talsverðar breytingar eru á liði Grindavíkur frá því í fyrra. Í byrjunarliðinu í dag er nýr Hollendingur, Patrick N'Koyi sem kom frá félaginu Oss. Þar er einnig Marc McAusland, miðvörðurinn sem kom lék með Keflavík í fyrra. Vladimir Tufegdzic byrjar en hann kemur frá KA og lék þar áður með Víkingum R. Josip Zeba byrjar einnig en hann kemur frá félagi í Víetnam (Hoang Anh Gia Lai fyrir áhugasama).
0
Aðstæður hér í Grindavík eru með ágætum. Nú er talsverður vindur og svolítið skýjað en veðrið hefur breyst hratt í dag þannig að það er hvorki hægt að útiloka úrkomu né sól hér á eftir. Grasvöllurinn er iðagrænn og kemur greinilega vel undan vetri.
0
Sæl og heil öll sömul og velkomin í beina textalýsingu frá Grindavíkurvelli þar sem Grindavík tekur á móti Breiðablik í fyrstu umferð Pepsi Max deildar karla. Björn Már Ólafsson heiti ég og mun lýsa því sem fyrir augu ber hér í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:00 að staðartíma.
0
Velkomin með mbl.is til Grindavíkur þar sem heimamenn fá Breiðablik í heimsókn í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Sjá meira
Sjá allt

Grindavík: (4-5-1) Mark: Vladan Djogatovic. Vörn: Sigurjón Rúnarsson, Marc McAusland, Josip Zeba, Elias Tamburini. Miðja: Vladimir Tufegdzic, Gunnar Þorsteinsson, Rodrigo Gómez, Aron Jóhannsson (Dagur Ingi Hammer 87), René Joensen (Alexander V. Þórarinsson 81). Sókn: Patrick N'Koyi.
Varamenn: Maciej Majewski (M), Nemanja Latinovic, Alexander V. Þórarinsson, Hermann Ágúst Björnsson, Dagur Ingi Hammer, Marinó Axel Helgason, Sigurður Bjartur Hallsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Arnar Sveinn Geirsson, Viktor Örn Margeirsson, Damir Muminovic, Jonathan Hendrickx. Miðja: Alexander H. Sigurðarson (Kolbeinn Þórðarson 65), Guðjón Pétur Lýðsson, Andri Rafn Yeoman (Guðmundur B. Guðjónsson 86). Sókn: Aron Bjarnason, Thomas Mikkelsen, Höskuldur Gunnlaugsson (Viktor Karl Einarsson 75).
Varamenn: Hlynur Örn Hlöðversson (M), Elfar Freyr Helgason, Viktor Karl Einarsson, Guðmundur B. Guðjónsson, Þórir Guðjónsson, Kolbeinn Þórðarson, Kwame Quee.

Skot: Breiðablik 12 (5) - Grindavík 7 (2)
Horn: Breiðablik 7 - Grindavík 2.

Lýsandi: Björn Már Ólafsson
Völlur: Grindavíkurvöllur

Leikur hefst
27. apr. 2019 14:00

Aðstæður:
Skýjað og vindur. Völlurinn iðagrænn.

Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Aðstoðardómarar: Andri Vigfússon og Ragnar Þór Bender

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 3 3 0 0 6:2 4 9
2 Noregur 3 1 1 1 2:2 0 4
3 Ísland 3 0 2 1 2:3 -1 2
4 Sviss 3 0 1 2 1:4 -3 1
04.04 Sviss 0:2 Frakkland
04.04 Ísland 0:0 Noregur
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert