Landsliðsmaður Sierra Leóne til Víkings

Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur.
Ejub Purisevic þjálfari Víkings Ólafsvíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lið Víkings í Ólafsvík heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Inkasso-deild karla í knattspyrnu en keppni í deildinni hefst um helgina.

Sallieu Tarawallie, framherji frá Sierra Leóne, er genginn í raðir Ólafvíkurliðsins og er hann þriðji leikmaðurinn sem þeir fá í sínar raðir í dag. Tarawallie er 24 ára gamall sem á fjóra landsleiki að baki með Sierra Leóne og hefur í þeim skorað eitt mark.

Þetta er í þriðja sinn sem landsliðsmaður frá Sierra Leóne kemur til liðs við Víkinga en þar hafa Kwame Quee, sem nú er í Breiðabliki, og Ibrahim Barrie leikið undanfarin tvö ár.

Víkingur Ólafsvík tekur á móti nýliðum Gróttu í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka