Kópavogsslagur í bikarnum

KR-ingar sigruðu 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis 5:0 í 32ja liða úrslitunum …
KR-ingar sigruðu 2. deildarlið Dalvíkur/Reynis 5:0 í 32ja liða úrslitunum í fyrradag. mbl.is/Hari

Það verða tveir granna­slag­ir í 16-liða úr­slit­um Mjólk­ur­bik­ars karla í fót­bolta. Ann­ars vegn­ar mæt­ast Breiðablik og HK og hins veg­ar Kefla­vík og Njarðvík. 16-liða úr­slit­in fara fram miðviku­dag­inn 29. maí og fimmtu­dag­inn 30. maí.

Vík­ing­ur R. - KA og FH - ÍA mæt­ast einnig í upp­gjöri úr­vals­deild­arliða. Vestri og Völsung­ur leika í 2. deild. Vestri mæt­ir Grinda­vík á úti­velli. Bjarni Jó­hanns­son þjálf­ari Vestra þjálfaði lið Grinda­vík­ur á árum áður.

Völsung­ur fær KR í heim­sókn til Húsa­vík­ur en í liði KR-inga eru m.a. Hús­vík­ing­arn­ir Pálmi Rafn Pálma­son og Aron Bjarki Jóseps­son.

16-liða úr­slit Mjólk­ur­bik­ars­ins: 

Vík­ing­ur R. - KA
Grinda­vík - Vestri 
ÍBV - Fjöln­ir 
FH - ÍA
Kefla­vík - Njarðvík 
Þrótt­ur R. - Fylk­ir
Völsung­ur - KR
Breiðablik - HK

Dregið í bik­arn­um opna loka
kl.
15:15
Þá eru 16-liða úrslitin klár. Takk fyrir samfylgdina.
15:12
Það þýðir að Breiðablik og HK mætast í 16-liða úrslitum. Breiðablik fær heimaleikinn.
15:12
Völsungur - KR
15:11
Völsungur fær heimaleik.
15:11
Á móti Fylki. Þróttur - Fylkir.
15:11
Þróttur Reykjavík fær heimaleik.
15:10
Keflavík - Njarðvík. Grannaslagur á Suðurnesunum!
15:10
Næsta lið úr pottinum er Keflavík.
15:10
Það eru skagamenn. FH - ÍA
15:09
FH fær heimaleik. Hvaða lið fær það krefjandi verkefni að fara í Krikann?
15:09
ÍBV - Fjölnir
15:09
Næst er það ÍBV. Hvaða lið fer til Vestmannaeyja?
15:08
Grindavík - Vestri
15:08
Grindavík er næst upp úr pottinum.
15:07
Víkingur R. - KA
15:07
Víkingur R.. Víkingur fær heimaleik.
15:06
Fyrsta liðið úr pottinum er....
15:05
Þá fer drátturinn að fara af stað.
14:55
Vesti komst í 16-liða úrslitin með sigri á 4. deildarliði Úlfanna á meðan Völsungur vann 4:0-sigur á Mídasi, sem einnig leikur í 4. deild.
14:52
Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Stjörnunnar eru einu liðin í efstu deild sem ekki er í pottinum. Valur tapaði fyrir FH á heimavelli, 1:2 og Stjarnan fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum eftir framlengdan leik.
14:45
Af þeim sextán liðum sem eftir eru í keppninni eru tíu úr úrvalsdeildinni, Pepsi Max-deildinni. Fjögur koma úr 1. deild karla, Inkasso-deildinni, og tvö úr 2. deild. Liðin eru þessi:

Úrvalsdeild: Breiðablik, KR, FH, ÍBV, KA, Fylkir, Víkingur R., Grindavík, ÍA, HK.

1. deild: Fjölnir, Þróttur R., Njarðvík, Keflavík.

2. deild: Vestri, Völsungur.

14:45
Dregið er til sextán liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli, nánar tiltekið á "Melavellinum" á fyrstu hæð vallarbyggingarinnar.
Sjá meira
Sjá allt
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka