Lá óvígur í rúmar 20 mínútur

Sigurjón Rúnarsson borinn af velli í dag.
Sigurjón Rúnarsson borinn af velli í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur, lenti í harkalegu samstuði við Guðmund Magnússon, leikmann ÍBV, í leik liðanna í Pepsi Max-deildinni í fótbolta, sem nú er í gangi á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. 

Sigurjón lá óvígur á vellinum eftir samstuðið og var gert að meiðslum hans í um 20 mínútur, áður en hann var fluttur með sjúkrabíl af vellinum. 

Í kjölfarið var 21 mínútu bætt við fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik er 2:1, ÍBV í vil, og kom annað mark liðsins á 21. mínútu uppbótartímans í fyrri hálfleik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka