Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur, fór meiddur af velli er liðið mætti ÍBV í Vestmannaeyjum í 3. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta í dag.
Sigurjón lenti í harkalegu samstuði við Guðmund Magnússon, framherja ÍBV, og lenti afar illa. Fékk Sigurjón aðhlynningu í um 20 mínútur, áður en hann fór með sjúkrabíl af velli og upp á spítala.
Meiðsli Sigurjóns voru sem betur fer ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Hann fór í sneiðmyndatöku og mun að öllum líkindum jafna sig að fullu.
Grindavík birti mynd af samstuðinu á Twitter-síðu sinni í dag, þar sem sést að Sigurjón lendir afar illa með höfuðið á undan í grasinu. Myndina má sjá hér að neðan.
Mynd náðist af byltunni hans @runarsson1 🤕
— UMFG (@umfg) May 11, 2019
Það þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr. Peyinn er mikið hörkutól og mun jafna sig fljótt og vel 💪🏼#Fotboltinet #pepsimaxdeildin pic.twitter.com/vwVtQVoYE0